Líknardráp - Dauðinn leysir öll vandamál. enginn maður, engin vandamál

Líknardráp - Dauðinn leysir öll vandamál… enginn maður, engin vandamál - Líknardráp hefur lítið verið til umfjöllunar á Íslandi og hafa fræðimenn ólíkar skoðanir á því hvort lögleiða eigi það hérlendis eins og gert hefur verið í nokkrum ríkjum. Ritgerð þessi fjallar um líknardráp. Litið er til uppru...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arna Pálsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7457
Description
Summary:Líknardráp - Dauðinn leysir öll vandamál… enginn maður, engin vandamál - Líknardráp hefur lítið verið til umfjöllunar á Íslandi og hafa fræðimenn ólíkar skoðanir á því hvort lögleiða eigi það hérlendis eins og gert hefur verið í nokkrum ríkjum. Ritgerð þessi fjallar um líknardráp. Litið er til uppruna hugtaksins sem og skilgreininga fræðimanna til að átta sig á hvað í því felst. Einnig er skoðað hvað löggjöfin og alþjóðlegir mannréttindasamningar segja um rétt manna til lífs og hvort þeim sé tryggður lögvarinn réttur til að deyja. Hvergi er vikið að líknardrápi í íslenskum lögum og aldrei hefur verið ákært fyrir það fyrir íslenskum dómstólum. Því ríkir óvissa um nánara inntak verknaðar af þessu tagi og hlýtur það að teljast óheppilegt frá sjónarhóli refsiréttar. Líknardráp ætti fyrst og fremst að snúast um velferð, vilja og hagsmuni sjúklings en ekki siðferðiskennd eða siðareglur lækna eða annarra starfsmanna heilbrigðiskerfisins. Sjúklingur sem stendur ýmist frammi fyrir að standa engin úrræði til boða eða að öll úrræði hafa verið reynd til að bjarga lífi hans eða lina langvarandi miklar þjáningar hans, þannig að ljóst er að hlutaðeigandi á sér ekki von um bata eða til að geta lifað mannsæmandi lífi, ætti að eiga rétt á að honum sé hjálpað til að deyja, óski hann eftir því. Sjúklingar sem eru fullorðnir og þar með lögráða og með fullri rænu ættu að geta tekið ákvörðun um dauðdaga sinn þegar um alvarleg og ólæknandi veikindi ræðir. Með vandaðri og ítarlegri lagasetningu og ströngum skilyrðum má koma til móts við þau rök sem færð hafa verið fram gegn lögleiðingu, sem og koma í veg fyrir misnotkun þessa úrræðis. Euthanasia - Death solves all problems… no man, no problem - Euthanasia has rarely been discussed in Iceland, and scholars have divergent views about whether or not to legalise euthanasia in Iceland as has been done in several states. This paper will discuss euthanasia. We will look at the origin of this concept as well as at definitions put forth by scholars in order for us to determine what this ...