Hlutverk sveitarstjórna eftir náttúruhamfarir og önnur samfélagsleg áföll. Greining á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í skipulagi almannavarna

Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna stórum hluta opinberrar þjónustu við íbúana. Eftir hamfarir eins og jarðskjálfta eða snjóflóð bregst kerfi almannavarna við og fjöldi ólíkra viðbragðsaðila starfar á áfallasvæðinu. Leit, björgun og aðhlynning slasaðra hefur forgang. Meðan hj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Herdís Sigurjónsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7413
Description
Summary:Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki í samfélaginu og sinna stórum hluta opinberrar þjónustu við íbúana. Eftir hamfarir eins og jarðskjálfta eða snjóflóð bregst kerfi almannavarna við og fjöldi ólíkra viðbragðsaðila starfar á áfallasvæðinu. Leit, björgun og aðhlynning slasaðra hefur forgang. Meðan hjálparlið er að störfum á slysavettvangi sinnir sveitarfélagið margs konar þjónustu við þolendur, s.s. hreinsun og viðgerðum, húsnæðisaðstoð og annarri félagslegri aðstoð og ráðgjöf, allt eftir eðli áfallsins. Rannsóknin beindist að stjórnsýslu sveitarfélaga og viðbrögðum þeirra vegna náttúruhamfara og annarra samfélagsáfalla. Gerð var almenn lagagreining á hlutverki ríkis, sveitarfélaga og annarra viðbragðsaðila sem gegna lykilhlutverki í skipulagi almannavarna. Jafnframt voru verkferlar og viðbragðsáætlanir athugaðar og fléttaðar saman við hið raunverulega hlutverk sem greining hefur sýnt að sveitarfélög gegni eftir hamfarir. Höfundur kom að aðstoð við sveitarfélög á Suðurlandi eftir jarðskjálftana 29. maí 2008 og nýttist sú reynsla í verkefninu. Aðferðum verkefnisstjórnar og gæðastjórnunar var beitt við alla þætti verkefnisins og notaði höfundur m.a. hugkort1 við greiningu og framsetningu niðurstaðna. Lagagreiningin var jafnframt hluti af rannsóknarverkefninu Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum (LVN). Lokaafurð þess verkefnis fól í sér leiðbeiningar fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð í kjölfar náttúruhamfara, sem þegar hafa verið nýttar af sveitarfélögum á Suðurlandi. Niðurstaðan sýnir að starfsemi sveitarfélaga er í raun ekki hluti af skipulagi almannavarna, nema hvað almannavarnanefndir varðar. Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórnum og eru lögum samkvæmt ábyrgar fyrir gerð viðbragðsáætlana, sem fyrst og fremst lúta að stjórnun og samhæfingu við leit og björgun á fólki og allra fyrstu viðbrögðum. Þær áætlanir ná ekki til starfsemi sveitarfélaga og nærþjónustu sem þau veita þolendum eftir náttúruhamfarir og önnur áföll. Meistaraverkefnið hefur hlotið góðar undirtektir sveitarstjórna, Sambands ...