Pólitísk framboð Snorra Ásmundssonar. Greining og túlkun á framboðunum með tilliti til viðtökusögu almennings og fræðimanna

Í þessari ritgerð er fjallað um listamanninn Snorra Ásmundsson. Snorri bauð sig fram í formannskjöri Sjálfstæðisflokks, stofnaði eigin stjórnmálaflokk til borgarstjórnarkosninga og bauð sig fram í embætti til forseta Íslands. Þessi framboð sem túlkuð eru í ritgerðinni sem gjörningar þykja kjörið dæm...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Jörundsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7382
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um listamanninn Snorra Ásmundsson. Snorri bauð sig fram í formannskjöri Sjálfstæðisflokks, stofnaði eigin stjórnmálaflokk til borgarstjórnarkosninga og bauð sig fram í embætti til forseta Íslands. Þessi framboð sem túlkuð eru í ritgerðinni sem gjörningar þykja kjörið dæmi um list sem nær út fyrir hefðbundið rými listarinnar. Snorri nær einnig að koma listinni til almennings sem hefði ef til vill ekki kannast við listamanninn né verk hans. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er listaferill Snorra skoðaður og þær sýningar eða verk tekin fyrir sem fá hvað mesta athygli í fjölmiðlum. Þar næst er farið yfir framboð Snorra. Þau er túlkuð sem gjörningar og það rökstutt hvers vegna. Einnig er farið yfir viðtökur við framboðunum hjá almenningi, fræðimönnum, gagnrýnendum og listamönnum. Í lok ritgerðarinnar er Snorri settur í samhengi við stefnur og strauma listasögunnar sem og við Besta flokkinn, framboð leikarans Jóns Gnarr sem sigraði í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Skortur er á listfræðilegum heimildum um verk Snorra og þá sérstaklega um pólitísk framboð hans sem og framboð til forsetaembættis. Helstu heimildir um verk hans eru umfjöllun og gagnrýni í fjölmiðlum. Einnig er stuðst við viðtal höfundar við listamanninn um framboðin.