Að greinast með krabbamein. Upplýsingar og stuðningur sem fólk fær innan heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi

Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga yfir sextugt sem greinst hafa með krabbamein og farið hafa í krabbameinsmeðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk sem er komið yfir sextugt að greinast með krabbamein og hvaða upplý...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir 1951-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7349
Description
Summary:Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga yfir sextugt sem greinst hafa með krabbamein og farið hafa í krabbameinsmeðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk sem er komið yfir sextugt að greinast með krabbamein og hvaða upplýsingar og stuðning það fær í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að greining krabbameinsins hafði þá þýðingu að þrautargöngu milli lækna lauk og hafist var handa við að meðhöndla sjúkdóminn. Þeir sem fengu sjúkdómsgreiningu símleiðis upplifðu hana sem mikið áfall. Þátttakendur vildu fá miklu meiri upplýsingar en þeir fengu hjá læknum og í krabbameinsmeðferðinni. Þátttakendur fengu takmarkaðar upplýsingar um endurhæfingu, lagaleg réttindi og stuðningshópa krabbameinssjúklinga. Um helmingur þátttakenda vissi ekki að þeir ættu rétt á þjónustu næringarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa eða presta á Landspítalanum. Enginn þátttakenda fékk upplýsingar um að á Landspítalanum væri starfandi endurhæfing fyrir krabbameinssjúklinga. Niðurstöðurnar sýndu að auka þarf stuðning fagfólks við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hér á landi vanti heildstæð lög eða reglugerðir um endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga með ákvæðum um að krabbameinssjúklingar skuli eiga rétt á alhliða endurhæfingu strax eftir að þeir greinast með krabbamein. Núverandi lagaheimildir eru í mörgum lagabálkum sem erfitt er að fá yfirsýn yfir. A qualitative study was performed in which seven individuals over age of 60 who have been diagnosed with cancer and have undergone cancer treatment were interviewed. The goal of the study was to investigate what it means to people over the age of 60 to be diagnosed with cancer and what information and support such patients receive from healthcare services in Iceland. The results of the study showed that being diagnosed meant that the endless referrals between doctors ended and the treatment process could ...