Áhrif áhugahvatar á lestrarnám nemenda í 6. bekk grunnskóla : „Ef ég les eitthvað sem mér finnst skemmtilegt eða spennandi þá langar mig að lesa meira og meira og vita meira.“

Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á áhugahvöt og lestarnámi nemenda 6. bekkjar í völdum grunnskólum á Akureyri og einum í nágrenni bæjarins. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gildi áhugahvatarinnar á nám barna og þá sérstaklega lestrarnám. Gerð var grein fyrir þeim hugmyndum sem stan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Herdís Anna Friðfinnsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7210
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á áhugahvöt og lestarnámi nemenda 6. bekkjar í völdum grunnskólum á Akureyri og einum í nágrenni bæjarins. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gildi áhugahvatarinnar á nám barna og þá sérstaklega lestrarnám. Gerð var grein fyrir þeim hugmyndum sem standa að baki áhugahvöt, hvernig hún birtist, hvað felst í henni og hvernig hún þróast. Einnig var skoðað hlutverk kennara í vinnu með áhugahvöt og lestrarnám nemenda. Leitað var eftir áliti nemenda í sambandi við val á lestrarefni og hvað hægt væri að gera til þess að gera lestur áhugaverðari. Nemendur komu með sínar hugmyndir og orð þeirra fengu að njóta sín. Rannsóknarsniðið er blönduð aðferðafræði, þar sem spurningalisti með opnum og lokuðum spurningum var lagður fyrir nemendur á vef og þeir beðnir að svara. Við gagnagreiningu voru bornar saman tölfræðilegar upplýsingar og einnig voru opnar spurningar flokkaðar, þar sem raddir nemenda hljóma. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að í grunnskólunum hafa nemendur jákvæða upplifun af áhugahvöt í lestrarnámi sínu og mikill meirihluti þeirra telur sig mjög góðan eða góðan í lestri og sýni náminu áhuga. Ennfremur að hluti nemenda upplifi sig sem slaka lesara og hefur litla ánægju af lestri. Meirihluti nemenda telur sig alltaf eða mjög oft hafa val um lesefni eftir áhuga í skólanum. Nemendur finna fyrir hvatningu frá kennurum til þess að lesa í skólanum og á það við um bæði þá sem telja sig góða í lestri og þá sem telja sig slaka. Nemendur telja þó að kennarar mættu vera duglegri við að spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á því sem þeir eru að lesa í skólanum. Hlutfallslega fleiri drengir telja sig góða í lestri en stúlkur en margar aðrar rannsóknir hafa sýnt hið gangstæða. Aftur á móti telja hlutfallslega fleiri stúlkur sig mjög góðar í lestri en drengir og það samræmist öðrum rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um mikilvægi þess að kennara sýni áhugahvöt nemenda í lestrarnámi skilning. Virkja þarf áhugahvöt allra nemenda en beina jafnframt ...