Hvað mótar stefnu? Stefnumótunargreining hjá íslensku sveitarfélagi

Í rannsóknarskýrslu Alþingis á bankahruninu sem gefin var út í apríl 2010 eru gerðar athugasemdir við stjórnsýsluna á Íslandi m.a. um það hversu ógegnsæ hún sé. Með þessum athugasemdum má gera ráð fyrir að ætlast hafi verið til þess af stjórnsýslunni að hún ynni faglega og væri gegnsæ og skilvirk. S...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eydís Líndal Finnbogadóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7187
Description
Summary:Í rannsóknarskýrslu Alþingis á bankahruninu sem gefin var út í apríl 2010 eru gerðar athugasemdir við stjórnsýsluna á Íslandi m.a. um það hversu ógegnsæ hún sé. Með þessum athugasemdum má gera ráð fyrir að ætlast hafi verið til þess af stjórnsýslunni að hún ynni faglega og væri gegnsæ og skilvirk. Stefna opinberra aðila gefur sýn á tilgang stjórnsýslunnar og er mikilvæg til þess að gera hana skilvirkari. Stefnumótun opinberra aðila eins og sveitarfélaga þarf því að vera faglega unnin og uppfylla kröfur góðrar stjórnsýslu. Stefnumótunargreining hjá sveitarfélaginu Akraneskaupstað sem fjallað er um í þessari ritgerð leiddi annarsvegar í ljós að ómarkvisst var unnið að stefnugerð nýs stjórnskipulags á árunum 2006 -2008. Stefnumótunin varð til í smáum skrefum eins og þekkt er í pólitískri stefnumótun. Hinsvegar kom fram að opinberir aðilar þurfa að gæta þess að vinna stefnumótun sína faglega s.s. í samstarfi við þá sem að málinu koma eins og starfsfólk. Má líta svo á að það sé ákveðin skylda þeirra gagnvart hinum almenna kjósanda þar sem hann hefur falið þeim hlutverkið stefnumótunar með umboði. Það sem helst hafði áhrif á stefnumótunina hjá Akraneskaupstað var hvernig stefnumótunarferlinu var stýrt, hvaða breytingar voru í gangi hjá öðrum sveitarfélögum og hvaða sýn og þekkingu fólk sem að ferlinu kom hafði. In April 2010 the Icelandic Special Investigation Commission (SIC) delivered to Alþingi a report describing the events leading to the collapse of the three main banks in Iceland. In the reports conclusions the authors make the remark, amongst others, that the Icelandic public administration lacks transparency. Given these remarks one must conclude that a fundamental tenet of public administration in Iceland is that it is efficient and transparent. Public policy, therefore, should set out clearly the administrations purpose and the importance of maximising its efficiency. The process of setting out and defining public policy must therefore be rational and professional, also in smaller administrative units such ...