Kemstu með? : rannsókn á aðgengi fyrir hjólastóla að leikskólum Selfossbæjar

Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvernig aðgengi fyrir hjólastóla er að leikskólum Selfossbæjar, sem eru fimm talsins og bera stöðuna saman við þau lög og reglugerðir sem gilda um leikskólastarf og hönnun opinberra bygginga. Farið var á hvern leikskóla fyrir sig með manni í hjólastól og nokkur atr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fríður Sæmundsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/701
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvernig aðgengi fyrir hjólastóla er að leikskólum Selfossbæjar, sem eru fimm talsins og bera stöðuna saman við þau lög og reglugerðir sem gilda um leikskólastarf og hönnun opinberra bygginga. Farið var á hvern leikskóla fyrir sig með manni í hjólastól og nokkur atriði könnuð sem ákveðin höfðu verið fyrirfram. Hver heimsókn var tekin upp á myndband. Tekin voru viðtöl við tvo foreldra sem og við leikskólastjóra allra leikskólanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðgengi fyrir hjólastóla að leikskólum á Selfossi er lakara eftir því sem húsnæði leikskólans er eldra. Einn leikskólanna var með öllu óaðgengilegur fyrir hjólastóla en um aðra leikskóla var hægt að komast um, þó misjafnlega vel. Enginn leikskólanna var án athugasemda en nýjasti leikskólinn, sem opnaður var í lok árs 2006 komst næst því að vera alveg aðgengilegur fólki í hjólastól. Athyglisvert var að viðbyggingar sem settar voru við tvo leikskóla í byrjun árs 2006 eru ekki í samræmi við þau lög sem gilda um aðgengi fyrir fatlaða.