Einangrun og greining á himnuflekum úr innri hluta þekjufrumna í þörmum Atlantshafsþorsks

Himnuflekar eru lítil, misleit, steról- og sphingólípíð rík svæði sem gegna mikilvægum hlutverkum í ýmsum frumuferlum. Vegna mikilvægi þeirra hefur áhugi á himnuflekum aukist á undanförnum árum og kenningin um tilvist þeirra fengið meiri meðbyr. Rannsóknir á himnuflekum úr innri hluta þarmaþekjufrum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Knútsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6976
Description
Summary:Himnuflekar eru lítil, misleit, steról- og sphingólípíð rík svæði sem gegna mikilvægum hlutverkum í ýmsum frumuferlum. Vegna mikilvægi þeirra hefur áhugi á himnuflekum aukist á undanförnum árum og kenningin um tilvist þeirra fengið meiri meðbyr. Rannsóknir á himnuflekum úr innri hluta þarmaþekjufrumna úr kaldsjávar-geislauggum svo sem þorski hafa ekki verið framkvæmdar áður, svo framarlega sem við vitum. Markmið verkefnisins var að einangra og skoða samsetningu slíkra himnufleka úr Atlantshafsþorski. Ætlunin var að staðfesta tilvist þeirra og athuga hvort þeir sýni sömu einkenni og himnuflekar annarra lífvera. Í upphafi verkefnisins var fundin aðferð til að einangra innri himnu þekjufrumna. Með breytingum sem gerðar voru á áður birti aðferð reyndist mögulegt að einangra þennan frumuhluta með lítilli mengun frá öðrum frumulíffærum. Himnuflekar voru síðan einangraðir úr frumuhimnunni og lípíðsamsetning þeirra miðað við heildarhimnuna skoðuð. Himnuflekarnir reyndust kólesteról og sphingólípíð ríkir, en það er í samræmi við það sem áður hefur verið birt um himnufleka. Lípíðsamsetning þeirra reyndist þó óvenjuleg að því leyti að magn af mettuðum fitusýrum var ekki meira en í heildarhimnunni. Greining á próteinsamsetningu himnufleka og heildarhimnunnar var hafin í þessu verkefni, en fjögur keypt mótefni af þeim sem prófuð voru reyndust álitleg til að auðkenna prótein í þorski. Einnig var einangrun á Na,K-ATPasa komin vel af stað. Í þessu verkefni voru himnuflekar í fyrsta skipti einangraðir úr innri himnu þekjufrumna í þörmum Atlantshafsþorsk og tilvist þeirra þar staðfest. Lipid rafts have been defined as small, heterogeneous, sterol- and sphingolipid enriched domains that have special roles in many cellular processes. Research over the past two decades has given strong support for the existence of lipid rafts in various cell types in different organisms. However, to the best of our knowledge, no studies have yet been performed on lipid rafts from the intestinal basolateral membrane (BLM) of ray-finned fishes. Our ...