Árásarhneigð í íshokkí : hver eru viðhorf leikmanna til brota og hvað hefur áhrif á að þeir brjóti af sér?

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Þessi rannsókn skoðar viðhorf til brota í íshokkí ásamt því að skoða hvað hafi áhrif á árásarhneigð. Þátttakendur voru 82 strákar úr 4., 3. og 2. flokk frá þeim þremur skautafélögum sem eru á Íslandi. Notaður var spurningalisti sem skipt...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/696
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Þessi rannsókn skoðar viðhorf til brota í íshokkí ásamt því að skoða hvað hafi áhrif á árásarhneigð. Þátttakendur voru 82 strákar úr 4., 3. og 2. flokk frá þeim þremur skautafélögum sem eru á Íslandi. Notaður var spurningalisti sem skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn tók til almennra upplýsinga og viðhorfa til brota. Annar hluti var þýðing á TEOSQ listanum sem skoðaði hvort leikmenn voru með sjálfmiðuð- eða verkefnamiðuð-markmið. Þriðji hlutinn var þýðing á JAMBISQ listanum sem skoðar hvað hefur áhrif á árásarhneigð leikmanna. Við útreikninga var miðað við marktektarmörkin <0,05. Niðurstöður sýndu að skoðanir liðsfélaga og þjálfara hafa áhrif á ákvörðun leikmanna um að sýna árásarhneigð. Enginn munur fannst á háum og lágum sjálfmiðuðum-markmiðuð og viðhorfi til grófra brota. Sömu niðurstöður mátti sjá þegar skoðaður var munur á milli hárra og lágra verkefnamiðaðra-markmiða og viðhorfa til grófra brota. Einnig voru þeir sem spila upp fyrir sig ekki líklegri en þeir sem spila ekki upp fyrir sig, til þess að nota tæknileg brot. Þessar niðurstöður benda til þess að viðhorf leikmanna til grófra brota sé almennt neikvætt.