Réttur til heilsu fyrir fólk með fatlanir

Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru oft talin leggja jákvæðar skyldur á herðar ríkja. Jákvæðar skyldur hafa verið útskýrðar á þann veg að ríki þurfi að grípa til aðgerða, sem oft á tíðum geta verið kostnaðarsamar, svo einstaklingar geti notið réttinda sinna. Efnahagsleg, félagsleg og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elínborg Jónsdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6891
Description
Summary:Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru oft talin leggja jákvæðar skyldur á herðar ríkja. Jákvæðar skyldur hafa verið útskýrðar á þann veg að ríki þurfi að grípa til aðgerða, sem oft á tíðum geta verið kostnaðarsamar, svo einstaklingar geti notið réttinda sinna. Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi verða því innleidd með stighækkandi framkvæmd. Ríkjum ber þó að veita einstaklingum ákveðin lágmarks-kjarna réttinda sem og að virða, vernda og uppfylla réttindi þeirra. Rétturinn til heilsu er talinn til efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Réttinn til heilsu skal ekki skilja á þann veg að hann tryggi einstaklingum rétt til þess að vera heilbrigði. Skyldur ríkja snúast fremur að því að skapa aðstæður sem stuðlar að heilsu fólks. Þó öllum sé tryggður réttur til heilsu taldi allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nauðsynlegt að tryggja sérstaklega fólki með fatlanir rétt til heilsu. það var gert með samningnum um réttindi fólks með fötlun sem tók gildi þann 13. desember 2006. Til að tryggja fyllilega að fólk með fatlanir réttinda til jafns við aðra er afnám mismununar og jafnrétti aðalgrundvöllur samningsins. Samningnum var ekki ætlað að skapa ný réttindi heldur að aðlaga þau réttindi sem fyrir voru að fólki með fatlanir og þörfum þeirra. Samningurinn kveður sérstaklega á að fólk með fatlanir sé tryggður réttur til heilsu. Er það markmið þessara ritgerðar að svara þeirri spurningu hver sé réttur fólk með fatlanir til heilsu og hvort samningurinn veit betri rétt eða leggi ríkari skyldur á ríki til að tryggja þann rétt. Með hliðsjón af undirbúningsgögnum samningsins er komist að þeirri niðurstöðu að réttur til heilsu fyrir fólk með fatlanir er sami og aðrir njóta. Samningurinn leggur þó ríkari skyldur til að fötlunartengdu eiginleikar samningsins missi ekki gildi sitt. Economical, social and cultural rights are often considered to confer positive obligations on states. Positive obligations have been denoted as obligations conferred states to take certain actions, often costly, to ...