Atvinna með stuðningi á norðanverðu Snæfellsnesi

Verkefni þetta er tíu eininga lokaverkefni til B.A gráðu í þroskaþjálfafræði við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands vorið 2010. Það er unnið af Hafrúnu Bylgju Guðmundsdóttir þroskaþjálfanema. Tilgangur verkefnisins er að leggja drög að uppbyggingu þjónustu við fatlaða á sviði atvinnumála og hæfingar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6572
Description
Summary:Verkefni þetta er tíu eininga lokaverkefni til B.A gráðu í þroskaþjálfafræði við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands vorið 2010. Það er unnið af Hafrúnu Bylgju Guðmundsdóttir þroskaþjálfanema. Tilgangur verkefnisins er að leggja drög að uppbyggingu þjónustu við fatlaða á sviði atvinnumála og hæfingar á norðanverðu Snæfellsnesi með því markmiði að veita þjónustu í heimabyggð. Skoðaðar voru þjónustustofnanir sem veita fötluðum einstaklingum atvinnu tengda þjónustu með því markmiði að fá aukna innsýn í atvinnumál fatlaðra. Þær stofnanir sem skoðaðar voru Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi, Fjöliðjan, vinnu og hæfingarstöð á Akranesi, Gylfaflöt dagþjónusta, Ásgarður handverkstæði, Hæfingarstöðin Bjarkarás og skrifstofa atvinnu með stuðningi í Reykjavík. Tekin voru viðtöl við aðila sem koma að skipulagningu og útfærslu atvinnumála fatlaðra á norðanverðu Snæfellsnesi. Að gefnum ofangreindum þáttum eru lögð fram drög að þjónustu við fatlaða á sviði atvinnumála og hæfingar á norðanverðu Snæfellsnesi.