Hvað ungur nemur, gamall temur : grenndarkennsla í leikskólanum Brekkubæ, Vopnafirði

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í verkefni þessu er fjallað um hvernig megi nota grenndarkennslu í leikskólanum Brekkubæ til að styrkja sjálfsvitund barnanna. Gerð er grein fyrir hvað í grenndarfræði felst og þeirri hugmyndafræði að hún sé nýtt til að efla og styrkja s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Pála Víglundsdóttir, Hrafnhildur Fjóla Ævarsdóttir, Sandra Konráðsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/655
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í verkefni þessu er fjallað um hvernig megi nota grenndarkennslu í leikskólanum Brekkubæ til að styrkja sjálfsvitund barnanna. Gerð er grein fyrir hvað í grenndarfræði felst og þeirri hugmyndafræði að hún sé nýtt til að efla og styrkja sjálfsvitund nemenda. Fjallað er um þrjár hornstoðir sjálfsvitundar, söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund og samspili þeirra. Þá er einnig skoðað hvernig hugtök grenndarfræðinnar og grenndarkennsla rúmast innan markmiða Aðalnámskrár leikskóla. Gerð er grein fyrir hugmyndum nokkurra fræðimanna um nám og kennslu, þeirra Howard Gardner, John Dewey, Lev S. Vygotsky og Loris Malaguzzi og hvernig kenningar þeirra falla að hugmyndum grenndarfræðinnar. Allir leggja þeir áherslu á mikilvægi umhverfisins í námi barna og að börn komist í snertingu við náttúruna og nánasta umhverfi sitt. Það er á ábyrgð kennarans að útbúa umhverfið og námsefnið sem hæfir börnum og skemmtilegt að flétta hugmyndir þessara kennimanna saman þar sem það fellur vel að leikskólastarfi. Í verkefninu er greint frá leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði og aðstæðum hans lýst að innan sem utan með tilliti til grenndarkennslu og hvernig fella má fjölbreytta möguleika að einstökum námssviðum Aðalnámskrár leikskóla. Að lokum eru kynntar hugmyndir að einstökum verkefnum fyrir leikskólabörn í grenndarkennslu sem tengjast heimabyggðinni og varðar sögu, menningu og umhverfi. Verkefnin eru ólík og snerta námssviðin sex er tilgreind eru í Aðalnámskrá leikskóla. Verkefnin eru mislöng og einfalt að heimfæra þau yfir á aðrar þjóðsögur, örnefni eða heimabyggð og ættu verkefnin því að geta komið fleirum leikskólakennurum að notum.