Má ég sjá, má ég sjá? : myndskreytingar í íslenskum barnabókum

Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að sjá hvernig íslenskir myndskreytar og rithöfundar hafa tekist á við myndbókarformið. Þetta er smárannsókn. Lyklar Moibeusar eru notaðir sem viðmið í greiningu myndabókanna. Auk þess var stuðst við kafla úr bókinni Children’s Literature in the Elementary Sch...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hilmar Trausti Harðarson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/644
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að sjá hvernig íslenskir myndskreytar og rithöfundar hafa tekist á við myndbókarformið. Þetta er smárannsókn. Lyklar Moibeusar eru notaðir sem viðmið í greiningu myndabókanna. Auk þess var stuðst við kafla úr bókinni Children’s Literature in the Elementary School. Myndabækurnar eru frá fyrri hluta síðustu aldar til dagsins í dag. Gagna var aflað með heimildum frá Amtsbókasafninu á Akureyri og bókasafni Háskólans á Akureyri. Í rannsókninni var skoðað samspil mynda og texta. Hönnun kápu og saurblaðs var skoðað með tilliti til innihalds bókar. Einnig var skoðað notkun lita, forma, ramma, sjónarhorns og andrúmslofts í myndskreytingum. Hvernig kynjahlutverk, kynþættir og aldur birtast í myndabókunum var þar að auki kannað. Í rannsókninni var auk þess litið til þess hvort myndskreytar hafa reynt að brjóta upp formið og forðast staðalímyndir. Allt ofangreint var kannað til hlítar í um 40 bókum. Niðurstöður gefa til kynna að íslenskir myndskreytar og rithöfundar hafa þróað tækni sína töluvert hin síðari ár. Þeir eru óhræddari við að nota óhefðbundnar aðferðir við myndskreytingu sína. Þeir eru farnir að nota blandaða tækni í auknu mæli. Flestir myndskreytanna hafa gott vald á uppbyggingu myndar. Þeir nýta sér form, liti, myndbyggingu og skapa viðeigandi andrúmsloft með myndskreytingum sínum. Gott samræmi er oftast á milli texta og mynda. Í flestum tilfellum forðast þeir að setja fram staðalímyndir og fastmótuð kynjahlutverk í bókum sínum. Þetta er þó ekki algilt. Einnig kom í ljós mikill munur á því hverjir myndskreyta myndabækur. Konur eru í miklum meirihluta, bæði hvað varðar texta og myndskreytingu. Karlar virðast oftar sjá um myndskreytingu en síður um texta. Fræðigreinar varðandi efnið eru einnig ritaðar nær eingöngu af konum. Niðurstöður má nýta til að opna umræðu um málefnið og átta sig á sérstöðu íslensku myndabókarinnar.