Hodgkin eitilfrumukrabbamein á Íslandi. Klínísk og meinafræðileg rannsókn

Inngangur Hodgkin eitilfrumukrabbamein (Hodgkin lymphoma, HL) er sjaldgæft krabbamein og er aldursstaðlað nýgengi 2-3 per 100.000 íbúa í hinum vestræna heimi. Það er flokkað í fimm flokka sem eru ólíkir varðandi meinafræðilega og klíníska hegðun. Æxlisfruman, Reed-Sternberg fruma, er af B frumu uppr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hallgerður Lind Kristjánsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6437
Description
Summary:Inngangur Hodgkin eitilfrumukrabbamein (Hodgkin lymphoma, HL) er sjaldgæft krabbamein og er aldursstaðlað nýgengi 2-3 per 100.000 íbúa í hinum vestræna heimi. Það er flokkað í fimm flokka sem eru ólíkir varðandi meinafræðilega og klíníska hegðun. Æxlisfruman, Reed-Sternberg fruma, er af B frumu uppruna og myndar hún innan við 1% af æxlinu. Á síðastliðinni hálfri öld hefur HL farið frá því að vera ólæknandi í að vera oftast læknanlegur sjúkdómur með fimm ára lifun yfir 80%. Helsta meðferðin er samsett krabbameinslyfjameðferð stundum ásamt staðbundinni geislameðferð. Efni og aðferðir Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá Íslands um alla þá sem greindust með HL frá 1990-2005. Sjúkraskrár voru yfirfarnar og klínískum og meðferðartengdum upplýsingum safnað. Vefjasýni úr eitlum voru yfirfarin, gert tissue microarray og ónæmisfræðilegar litanir á sýnum framkvæmdar fyrir CD30, CD15, CD20, CD45, CD3, CD5, LMP1, MUM1, bcl-2 og bcl-6. Einþáttalifunargreining var gerð með Kaplan-Meier aðferð og hópar bornir saman með log-rank prófi. Fjölþáttalifunargreining var gerð með Cox líkani. Samanburður á hópum var gerður með Kí-kvaðrat prófi eða Fisher's-Exact prófi. Samanburður á meðaltölum var gerður með tvíhliða t-prófi. Niðurstöður voru taldar marktækar ef p<0.05. Niðurstöður Alls voru 105 sjúklingar greindir með HL og aldursstaðlað nýgengi því 2.05 per 100.000 íbúa. Rannsóknin sýndi að á Íslandi er nýgengi hæst hjá ungum fullorðnum og eftir 70 ára aldur. Kynjahlutfallið var þrír karlar fyrir hverjar tvær konur. Algengasti vefjaundirflokkurinn var nodular sclerosis. Tjáning fyrir mótefnavökum í klassískum HL sjúkdómi var eftirfarandi: CD30 95%, CD15 52%, CD20 15%, LMP1 23%, MUM1 87% og bcl-2 36%. MOPP/ABVD lyfjameðferð var algengust á fyrri hluta tímabilsins en ABVD á seinni hluta tímabilsins. Notkun geislameðferðar breyttist á tímabilinu, þannig að bæði geislasvæðin og geislaskammturinn minnkuðu. Háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðsla var gerð í sjö sjúklingum. Fimm ára lifun var 81%. Í einþáttalifunargreiningu voru ...