Brúin : kennsluhugmyndir fyrir grunnskólakennara sem taka á móti skólahóp leikskóla

Í greinargerðinni er fjallað um verkefnið Brúum bilið og markmið þess. Einnig er litið á þroska fimm til sjö ára barna og hverjar helstu þroskabreytingar hjá þessum aldurshópi eru. Þá er farið yfir sögulega þróun samvinnu leik- og grunnskóla í gegnum árin. Tekið var viðtal við Ástu Egilsdóttur leik-...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóna Rut Jónsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6379
Description
Summary:Í greinargerðinni er fjallað um verkefnið Brúum bilið og markmið þess. Einnig er litið á þroska fimm til sjö ára barna og hverjar helstu þroskabreytingar hjá þessum aldurshópi eru. Þá er farið yfir sögulega þróun samvinnu leik- og grunnskóla í gegnum árin. Tekið var viðtal við Ástu Egilsdóttur leik- og grunnskólakennara, sem hefur unnið með verkefnið alveg frá árinu 1995 þegar Menntamálaráðuneytið tók þátt í samnorrænu verkefni með áherslu á leik- og grunnskóla. Kannað var hvaða sýn hún hefur á verkefnið Brúum bilið. Jafnframt er farið yfir tengsl skólastiganna og hvernig leikskólinn Krókur í Grindavík hefur unnið með fyrrgreint verkefni. Greinargerðinni fylgir hefti með kennsluhugmyndum fyrir gunnskólakennara sem taka á móti skólahópa leikskóla. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og í samræmi við þroska og aldur barnanna og leitast er við að hafa leikinn í forgangi. Meðfylgjandi er einnig bæklingur fyrir foreldra barna í skólahóp leikskólans, þar sem skólahópur og markmið hans eru kynnt.