The common whelk (Buccinum undatum L.): Life history traits and population structure

Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er snigill sem lifir frá fjöru að 1200 m dýpi og finnst víða í N-Atlantshafi. Hann er veiddur til manneldis í Evrópu og Kanada. Tegundin er þekkt fyrir mikinn breytileika í stærðardreifingu, kynþroskastærð og útliti. Mökunartími, kynþroskastærð, stærðardreifing og s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Magnúsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:English
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6350
Description
Summary:Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er snigill sem lifir frá fjöru að 1200 m dýpi og finnst víða í N-Atlantshafi. Hann er veiddur til manneldis í Evrópu og Kanada. Tegundin er þekkt fyrir mikinn breytileika í stærðardreifingu, kynþroskastærð og útliti. Mökunartími, kynþroskastærð, stærðardreifing og svipfar beitukónga á tíu stöðvum á sniði þvert yfir Breiðafjörð voru rannsökuð með gögnum úr mánaðarlegum sýnatökum frá júni 2007 – desember 2008. Til að rannsaka stofnerfðafræði beitukónga í Breiðafirði, Húnaflóa og Færeyjum voru svæði úr hvatberagenunum 16S rRNA og COI raðgreind og niðurstöðurnar bornar saman á milli svæða sem og við svipfarsdreifingu þeirra. Meðalstærð veiddra beitukónga var milli 49 – 57 mm og líkt og stærðardreifingin var hún mismunandi milli stöðva í Breiðafirði. Beitukóngar urðu kynþroska við 45 – 70 mm hæð skeljar, meðalaldur við kynþroska var á bilinu 4.7 – 7.5 ár, þetta var einnig misjafnt milli stöðva. Mánaðarlegur samanburður á hlutfallslegri þyngd eista af þyngd beitukóngs án helstu líffæra bendir til þess að tímgun beitukónga við V-Ísland eigi sér stað á haustin og fram á miðjan vetur, líkt og tíðkast í Evrópu. Svipfarsbreytileiki var mikill milli beitukónga frá stöðvunum 10, í flestum tilfellum voru 4 – 6 útlitsbreytur beitukónga marktækt frábrugðnar á milli svæða, af þeim 6 sem prófaðar voru. Marktækur munur á tíðni arfgerða var til staðar innan Íslands og milli Færeyja og Íslands en ekki innan Breiðafjarðar. Svipfar íslenskra og færeyskra beitukónga var ólíkt en þó aðeins marktækt ólíkt milli Færeyja og Breiðafjarðar; beitukóngar frá Húnaflóa og Færeyjum hafa svipað lagaðan kuðung. Beitukóngur er mjög breytileg tegund, sérstaklega innan Breiðafjarðar en þessi útlitslegi breytileiki virðist ekki endurspeglast í erfðafræðilegri aðgreiningu milli svæða sem gæti bent til þess að umhverfisþættir hafi áhrif á form beitukóngskuðunga. The common whelk (Buccinum undatum L.) is a subtidal gastropod widely distributed in the North Atlantic Ocean. It is fished commercially in both Europe and ...