Mannrækt - trjárækt

Markmiðið með þessari greinargerð er að kynna fyrir starfsfólki á leikskólum hvernig samstarf aldraðra og leikskólabarna getur þróast og vaxið báðum hópunum til yndis og ánægju. Við athugun kom í ljós að samstarf þessara aldurshópa er afar sjaldgæft hér á landi. Verkefnið lýsir niðurstöðum könnunar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Ottesen
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/631
Description
Summary:Markmiðið með þessari greinargerð er að kynna fyrir starfsfólki á leikskólum hvernig samstarf aldraðra og leikskólabarna getur þróast og vaxið báðum hópunum til yndis og ánægju. Við athugun kom í ljós að samstarf þessara aldurshópa er afar sjaldgæft hér á landi. Verkefnið lýsir niðurstöðum könnunar sem gerð var í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvort samvinna barna og aldraðra væri til staðar í Reykjavík og Hveragerði. Áhersla var lögð á að skoða þróunarverkefnið Mannrækt – Trjárækt sem er samstarfsverkefni leikskólabarna í leikskólanum Hraunborg og Félagsstarfs Gerðubergs í Breiðholti, Garðyrkjufélags Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og Garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar. Mörg samtöl voru við forstöðumann Félagsstarfs Gerðubergs, Guðrúnu Jónsdóttur og leikskólastjóra Hraunborgar, Sigurborgu Sveinbjörnsdóttur. Án þeirra væri þetta verkefni ekki til. Leitað var til fagaðila á leikskólasviði, starfsfólks í félagsmiðstöðvum aldraðra og nokkurra aldraðra einstaklinga til að kanna viðhorf þeirra og skoðanir á samstarfi ungra og aldinna og hvaða tækifæri og takmarkanir það hefði í för með sér að taka upp sambærilegt samstarf í víðara samhengi. Nokkur dæmi eru um það hvernig samstarf leikskólabarna og aldraðra getur þróast og dafnað hlutaðeigendum til gleði og þroska. Dýrmæt þekking og reynsla er orðin til við þessa samvinnu sem vert er að koma á framfæri öðrum til umhugsunar og eftirbreytni. Tilgangur verkefnisins Mannrækt – Trjárækt er að brúa kynslóðabilið milli þessara tveggja hópa og hefur það náðst að mati skýrsluhöfundar. Það mætti nýta þessa þekkingu og reynslu til að efla og þróa ný sjónarmið með það að markmiði að eldra fólk miðli til þeirra yngstu, báðum aldurshópunum til hagsbóta