Áhrif ferðaþjónustu á Íslendinga

Viðhorf heimamanna skiptir miklu máli ef uppbygging og markaðssetning ferðamannastaða á að ganga vel. neikveitt viðhorf gestgjafanna til ferðamannanna getur minnkað þjónustugæði staðarins. Heildarfjöldi erlendra gesta sem komu til Íslands árið 1999 var 262.605 þúsund en árið 2009 var þessi tala komi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Guðjónsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Report
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6255
Description
Summary:Viðhorf heimamanna skiptir miklu máli ef uppbygging og markaðssetning ferðamannastaða á að ganga vel. neikveitt viðhorf gestgjafanna til ferðamannanna getur minnkað þjónustugæði staðarins. Heildarfjöldi erlendra gesta sem komu til Íslands árið 1999 var 262.605 þúsund en árið 2009 var þessi tala komin uppí 464.536 þúsund. Íslendingar þurfa því óneitanlega að deila ferðamannastöðum sem og sínu daglega umhverfi í auknum mæli með erlendum ferðamönnum. Þessi aukna fjölgun hefur einnig haft í för með sér hraða þróun á uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Áætlað er að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland verði kominn uppí 637 þúsund árið 2015 miðað við 6% árlega aukningu (Ferðamálastofa, 2009). Hafa verður þó í huga að þær miklu og hröðu breytingar sem eiga sér nú stað í efnahagsmálum sem og lífstíls fólks gera allar spár um ferðaþjónustuna áhættusamar, bæði langtímaspár og spár til styttri tíma. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi og ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein en neikveitt viðhorf gestgjafanna til ferðamannanna minnkar þjónustugæði staðarins. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem úrtakið voru allir skráðir nemendur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri á vorönn 2009. Alls tóku 1187 einstaklingar þátt í rannsókninni. Notaður er spurningalisti sem saminn er af höfundi þessarar ritgerðar þar sem kannað er hvort að félagslegum þolmörkum hafi verið náð, metið hvar Íslendingar eru staddir á áreitisskala Doxey‘s og kannað er hver viðhorf Íslendinga eru til ferðaþjónustu sem atvinnugreinar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn jákvæðni ríkir hjá Íslendingum bæði gagnvart erlendum ferðamönnum sem og ferðaþjónustu í landinu og að félagslegum þolmörkum sé ekki náð. Takmörkun á rannsókninni er að notað var hentugleikaúrtak sem gæti gefið ranga mynd af þýðinu. Ferðaþjónustan er mjög viðkvæm atvinnugrein þar sem hún samanstendur af mörgum litlum einingum sem starfa í fjölbreytilegum mismunandi ...