„How do you like Iceland…now?” Ímynd erlendra ferðamanna á landi og þjóð í kjölfar bankahrunsins haustið 2008

Einhver mikilvægasta eign þjóðar er ímynd hennar. Í þeirri öflugu samkeppni sem ríkir um þessar mundir á alþjóðavettvangi skiptir miklu máli hvernig litið er til landa og þjóða. Sú mynd á ekki síst við þegar kemur að baráttunni um ferðamenn, markaði fyrir útflutningsvörur og virkri þátttöku í alþjóð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Sigurjónsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/6151
Description
Summary:Einhver mikilvægasta eign þjóðar er ímynd hennar. Í þeirri öflugu samkeppni sem ríkir um þessar mundir á alþjóðavettvangi skiptir miklu máli hvernig litið er til landa og þjóða. Sú mynd á ekki síst við þegar kemur að baráttunni um ferðamenn, markaði fyrir útflutningsvörur og virkri þátttöku í alþjóðlegu starfi. Íslenska ferðaþjónustan hefur vaxið með meiri hraða en sú alþjóðlega og er afar mikilvægur hornsteinn íslenska hagkerfisins. Góð og sterk ímynd landsins skiptir því sköpum nú sem aldrei fyrr. Á Íslandi hafa margir óttast að ímynd lands og þjóðar stæði á brauðfótum eftir bankahrunið haustið 2008 og neikvæða umfjöllun erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort ímynd landsins hefði breyst meðal erlendra ferðamanna á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Rannsóknin var að mestu byggð á annarri rannsókn sem var gerð sumarið 2008, skömmu fyrir bankahrunið. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman og sýndar myndrænt með vörukortum. Þær sýndu að í hugum erlendra ferðamanna var ímynd Íslands óbreytt. Niðurstöður bakgrunnsspurninga voru einnig á þá leið að erlendir ferðamenn á Íslandi létu sig ekki varða neikvæða umræðu og voru almennt jákvæðir í garð lands og þjóðar. Bankahrunið, sem leiddi af sér meira umtal og veikingu krónunnar, hafði áhrif á þann tímapunkt sem ferðamennirnir völdu til Íslandsferðarinnar hjá ríflega fjörtíu prósentum þátttakenda. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar má rekja til þess að Norðmenn voru hlutfallslega stór hluti þátttakenda og gæti sú staðreynd hafa haft einhver áhrif á niðurstöðurnar. Rannsóknin var á ensku og einstaka spurningar hefðu mátt vera orðaðar af meiri nákvæmni og gefa fleiri svarmöguleika. Hugsanlegt er einnig að sá vettvangur sem valinn var til að ná til þátttakenda hafi leitt af sér einhæfara úrtak. Þrátt fyrir þessar tilgreindu takmarkanir gefur rannsóknin mikilvægar vísbendingar um ímynd landsins og viðhorf erlendra ferðamanna til Íslands eftir bankahrunið haustið 2008. One of the most important assets of a nation is its image. With respect to the fierce ...