Fámennir skólar og foreldrasamstarf

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún fjallar um fámenna skóla og foreldrasamstarf, en þar er leitað svara við þeirri spurningu hversu heppilegar smærri einingar skóla eru og hvernig foreldrasamstarf spilar þar inn í. Stuðst er við hvernig slíkir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Jónsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/614
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún fjallar um fámenna skóla og foreldrasamstarf, en þar er leitað svara við þeirri spurningu hversu heppilegar smærri einingar skóla eru og hvernig foreldrasamstarf spilar þar inn í. Stuðst er við hvernig slíkir skólar vinna út frá Aðalnámskrá Grunnskóla til að koma í kring þeim vinnuáætlunum sem ætlast er til af þeim. Fámennir grunnskólar eru staðreynd og þess vegna er mikilvægt að þeir geti blómstrað og rækt skyldur sínar sem best við nemendur og foreldra Þessir skólar reynast frekar dýrir í rekstri sökum smæðar sinnar og eru því oft stærsti kostnaðarliður lítilla sveitarfélaga. Þar af leiðandi er reynt að fækka rekstrareiningum í þeirri von að hagræðing náist fram. Því þarf að sýna fram á gildi þessara skóla í samfélaginu, þar sem þeir eru oftast einnig í hlutverki félagsmiðstöðva eða samkomustaða á viðkomandi svæðum. Því er það brýnna nú en oft áður að finna farsæla lausn á málefnum fámennra skóla.