Bráðgerir nemendur : að hverju þarf að hyggja og hver eru viðhorf kennara á yngsta stigi?

Ritgerð þessi er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í henni er reynt að varpa ljósi á þau atriði er mestu skipta hvað varðar umræðu um bráðgera nemendur. Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þær hugmyndir og skilgreiningar sem tengjast umfjöllun um bráðgera nemendur. Velt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Hrund Kristjánsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/610
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í henni er reynt að varpa ljósi á þau atriði er mestu skipta hvað varðar umræðu um bráðgera nemendur. Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þær hugmyndir og skilgreiningar sem tengjast umfjöllun um bráðgera nemendur. Velt er upp atriðum eins og hvað felst í því að vera bráðger og hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum tíðina. Með aukinni þekkingu í sálfræði og fyrir tilstuðlan ýmissa rannsókna hafa skilgreiningar víkkað og mun stærri hópur barna getur verið skilgreindur sem bráðger. Einnig er fjallað örlítið um atriði er varða kennslu þessara nemenda, hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast. Bráðgerir nemendur sýna frávik í þroska, það þýðir að þeir eru töluvert ólíkir meginþorra jafnaldra sinna hvað varðar getu á að minnsta kosti einu sviði. Frá því að skólar fóru að starfa sem stofnanir þá hefur bekkjarkerfi verið við lýði þar sem lengst af var miðað við getu og þarfir meðalnemandans. Frávikin, getulitlir jafnt sem getumiklir nemendur hafa því að miklu leyti verið afskiptir í hinu hefðbundna skólakerfi. Aukin einstaklingsmiðun í kennslu og gerð einstaklingsnámskráa eru talin ein helstu úrræði sem komið gæti þessum hópi nemenda til góða, jafnt sem öllum nemendum. Einnig var gerð rannsókn á viðhorfum kennara á yngsta stigi í grunnskólum á Akureyri. Var hún framkvæmd til að reyna varpa frekara ljósi á stöðu ungra bráðgerra barna í grunnskólanum. Kannað er hvaða viðhorf kennarar hafa til kennslu þessara nemenda og eigin þekkingar á þeim einkennum og þörfum sem þessi hópur nemenda hefur. Í seinni hluta ritgerðarinnar er rannsókninni lýst og þeim aðferðum sem við hana var beitt. Niðurstöður kynntar og gerð samantekt á þeim. Einnig er fjallað um hvaða ályktanir má draga út frá niðurstöðunum og hvaða úrbætur má gera í ljósi þeirra.