Hvernig verður maður leiðtogi?

Í mörg ár hafa forstjórar og fræðimenn verið sammála um að án faglegrar forystu og leiðtogahæfni á öllum sviðum í fyrirtækjum, eiga fyrirtæki erfitt með að lifa af í viðskiptaheimi þar sem tæknibreytingar eru örar og samkeppnisumhverfið fer sífellt harðnandi. Þegar þessi ritgerð er skrifuð, (haustið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karl Eiríksson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5935
Description
Summary:Í mörg ár hafa forstjórar og fræðimenn verið sammála um að án faglegrar forystu og leiðtogahæfni á öllum sviðum í fyrirtækjum, eiga fyrirtæki erfitt með að lifa af í viðskiptaheimi þar sem tæknibreytingar eru örar og samkeppnisumhverfið fer sífellt harðnandi. Þegar þessi ritgerð er skrifuð, (haustið 2008) er skollin á fjármálakreppa sem tegir anga sína um allan heim, en einmitt þá hefur þörfin fyrir leiðtogahæfni aldrei verið meiri, bæði hjá hinu opinbera og hjá fyrirtækjum. Á tímum sem þessum þar sem óvissan, óttinn og ringulreiðin heltekur fólk, þá eru það hinir sönnu leiðtogar sem láta engar neikvæðar tilfinningar ná tökum á sér og fá aðra með sér í að horfa fram á við með jákvæðu hugarfari, þar sem björtu tímarnir bíða. Það að geta skilgreint sjálfan sig, og vera metinn af öðrum, sem stórkostlegur leiðtogi, er einstaklega eftirsóknarvert hlutskipti. Í þessari ritgerð verða færð rök fyrir þvi hversu þýðingarmikið er fyrir leiðtoga að búa yfir lágmarks tilfinningagreind og hvernig mikil tilfinningagreind hjá leiðtoga, gerir hann að stórkostlegum leiðtoga. Enn fremur verða færð rök fyrir því hvernig tilfinningagreind er í raun lærð hegðun, sem segir okkur það að hver sem er getur orðið stórkostlegur leiðtogi ef sá hinn sami tileinkar sér þær aðferðir sem settar eru fram í þessari ritgerð. Þessi ritgerð er fyrir alla þá sem vilja stöðugt þróa sjálfan sig í lífi og starfi, en þó sérstaklega fyrir stjórnendur sem upplifa einhvers konarstöðnun í sínu starfi og vilja ná lengra en áður. Umfram allt er ritgerðin fyrir þá sem vilja ná langt í lífinu því ritgerðin er framlag til þeirra sívinsælu fræða sem snúa að sjálfsnámi einstaklingsins. Leiðtogafræðin eru stór kafli í stjórnunarfræðunum og fræðimenn hafa skrifað og talað um leiðtogafærni í yfir 60 ár. Vegna þess hve víðáttumikil leiðtogafræðin eru og vegna þess hve langa sögu hún spannar, verður fjallað með knöppum hætti um grunvallarkenningar leiðtogafræðinnar í fyrsta kafla. í öðrum kafla verður fjallað um samskiptastjórnun og þau leiðtogafræði sem snúa að ...