Sjónskerðing : áhrif sjónskerðingar á félagsþroska leikskólabarna

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi lokaritgerð fjallar um börn með sjónskerðingu á leikskólaaldri og áhrif sjónskerðingar á félagsþroska þeirra. Ritgerðinni er skipti í tvo meginhluta. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um orsakir og birtingarmyndir sjónskerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hjördís Jóna Bóasdóttir, Sigrún Ella Meldal
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/592
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi lokaritgerð fjallar um börn með sjónskerðingu á leikskólaaldri og áhrif sjónskerðingar á félagsþroska þeirra. Ritgerðinni er skipti í tvo meginhluta. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um orsakir og birtingarmyndir sjónskerðingar, kenningar um þróun félagsþroska og áhrif skertrar sjónar á félagsfærni barna. Sjónskerðing nær yfir vítt svið og birtingarmyndir og orsakir eru ólíkar. Fjallað er stuttlega um eðli sjónskerðingar og helstu orsakir sjónskerðingar hjá börnum. Greint er frá áhrifum sjónskerðingar á félagsþroska og helstu einkenni barna með sjónskerðingu í hópi jafningja og í leik. Einnig eru skoðaðar leiðir til eflingar félagsþroska í leikskólastarfi. Í síðari hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar. Tilgangur hennar var að kanna félagsfærni barna með sjónskerðingu og hvaða leiðir starfsfólk leikskóla fer til að efla félagsfærni þeirra. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að starfsfólk leikskóla taldi að börnin stæðu almennt vel félagslega. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að ef til vill er leikurinn vannýttur sem námsleið hjá börnum með sjónskerðingu.