Gildi umhyggju og snertingar fyrir þroska barns

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er að greina mikilvægi umhyggju og snertingar fyrir þroska barna. Í fyrsta hluta ritgerðar fjalla höfundar um fræðilegar skýr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Stefanía Þórsdóttir, Jóna Salmína Ingimarsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/591
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er að greina mikilvægi umhyggju og snertingar fyrir þroska barna. Í fyrsta hluta ritgerðar fjalla höfundar um fræðilegar skýringar á umhyggju og snertingu og gildi þessara þátta fyrir vöxt og viðgang barna. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er greint frá viðhorfum starfsfólks í leikskólum til fyrirbæranna umhyggju og snertingar og eins hvort unnið sé markvisst með þá þætti í leikskólum. Könnunin náði til starfsmanna í sex af þrettán leikskólum Akureyrar og tóku alls 41 starfsmaður þátt. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að starfsmenn almennt jafnt faglærðir sem ófaglærðir telja umhyggju og snertingu afar mikilvæga í starfi þeirra með börnum. Þeir telja sig jafnframt ráða við að sýna börnum umhyggju og að nokkru leyti snertingu. Hins vegar er ekki unnið markvisst í neinum skólanna með snertingu en þó meira með umhyggjuþáttinn. Í leikskólastarfinu er unnið samkvæmt áætlun, en lítið gert ráð fyrir snertingu eða annarri umhyggju með því t.d. að setja nudd eða dekur sérstaklega á dagskrá eða að áætla tíma til slíks inni í öðrum þáttum starfsins. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum er mat höfunda það, að hætta sé á að snerting og önnur mikilvæg einstaklingsbundin umhyggja verði útundan í leikskólastarfi og að taka þurfi áætlanir í leikskóla til endurskoðunar með hliðsjón af því.