Viðmót kennara og áhrif þess á námsumhverfi barna í leikskólum

Félagsfærni fólks er talin ein af undirstöðum velferðar þeirra í lífinu, hún hefur áhrif á nám og þroska, samskipti, viðbrögð við álagi og sálræna líðan. Fólk hefur ólíka hæfni í félagslegum samskiptum sem hefur leitt til viðamikilla rannsókna á einkennum félagsfærni og áhrifum hennar. Félagsfærni e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Drífa Þórarinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5882
Description
Summary:Félagsfærni fólks er talin ein af undirstöðum velferðar þeirra í lífinu, hún hefur áhrif á nám og þroska, samskipti, viðbrögð við álagi og sálræna líðan. Fólk hefur ólíka hæfni í félagslegum samskiptum sem hefur leitt til viðamikilla rannsókna á einkennum félagsfærni og áhrifum hennar. Félagsfærni er flókið fyrirbæri og erfitt að greina á hverju hún byggist en flestir eru sammála um að hún sé að einhverju leyti lærð og einnig að hver og einn búi yfir ákveðnum eiginleikum sem móta félagsfærni hans eða hennar. Félagsfærni byggir meðal annars á hlustun, innsæi og líkamstjáningu sem er undirstaða góðra samskipta manna á milli. Það eru einmitt þessir þættir sem eru afar mikilvægir í fari kennara, en talið er að starfshæfni þeirra byggi á kunnáttu á þremur megin sviðum; vitrænni færni, tæknilegri færni og samskiptafærni. Viðmót kennara, innsæi þeirra, hlustun, líkamstjáning, raddbeiting og svipbrigði sem virðist skipta svo miklu máli í starfi með börnum er viðfangsefni þessa ritgerðar. Í rannsókninni sem hér um ræðir var átta leikskólakennurum frá tveimur leikskólum á Akureyri, skólum sem starfa eftir ólíkum agastefnum, fylgt eftir og viðmót þeirra gagnvart börnunum skráð, þ.e. hlustun, raddbeiting, líkamsstaða, svipbrigði og innsæi. Jafnframt var skilningur kennaranna á eigin viðmóti kannaður í viðtölum sem og hvort viðmót þeirra geti hugsanlega verið háð agastefnu skólanna. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmót leikskólakennaranna var að mestu leyti gott, þeir sýndu börnunum virðingu, umhyggju og innsæi. Þeir beittu virkri hlustun, raddbeiting var blíðleg og líkamstjáning afslöppuð. Þeir voru til staðar fyrir börnin og notuðu augnsamband í samskiptum sínum. Í fáum tilfellum sýndu kennararnir börnunum ranglæti. Kennararnir voru oftast vakandi fyrir þeim tækifærum sem gáfust til að stuðla að auknum þroska og námi barnanna. Það kom fyrir að kennararnir stoppuðu börnin af í leit sinni að þekkingu og reynslu með því að gefa þeim svör og koma í veg fyrir ákveðna þekkingarleit. Agastjórnun og kennsla var að ...