Dyslexía : gódri háslra ðetta er lkaverkfenið mitt um dsylxeui

Menntun er þáttur í að skapa þjóðarverðmæti og hún viðheldur menningu okkar og réttlæti. Menntun er þáttur í verðmætasköpun og stefna okkar á að vera sú að nemendur nái sem bestum árangri. Við segjum að allir eigi að fá tækifæri til að leika sér með málið okkar með fjölbreyttum hætti og fá verkefni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Jóhannesdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Ida
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5841
Description
Summary:Menntun er þáttur í að skapa þjóðarverðmæti og hún viðheldur menningu okkar og réttlæti. Menntun er þáttur í verðmætasköpun og stefna okkar á að vera sú að nemendur nái sem bestum árangri. Við segjum að allir eigi að fá tækifæri til að leika sér með málið okkar með fjölbreyttum hætti og fá verkefni sem samræmist þroska og hæfileika hvers og eins, en stóra spurningin er, „Er það svo?“. Í þessari lokaritgerð til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2010 er fjallað um dyslexíu, rannsóknir á henni, úrræði fyrir nemendur, hvort ein lestraraðferð henti betur en önnur og að lokum hvort skólinn sé fyrir alla nemendur og að allir nemendur geti á sínum forsendum náð árangri í námi. Í yfirlýsingu frá IDA (2002) segir dyslexía er sértækur námsörðugleiki af taugalíffræðilegum uppruna. Einkennin birtast í erfiðleikum með sjálfvirkan lestur, slaka færni í ritun og umskráningu. Erfiðleikana má í flestum tilfellum rekja til vanda við úrvinnslu málhljóða sem er ekki í samræmi við aðra vitsmunalega hæfni einstaklingsins og koma fram þrátt fyrir vandaða lestrarkennslu. Dyslexía getur leitt til erfiðleika með lesskilning og ónógrar lestrarreynslu, sem aftur kemur niður á þróun orðaforða og öflun þekkingar í gegnum lestur (The International Dyslexia Association). Rannsóknum á lestrarerfiðleikum hefur fleygt fram á undanförnum árum og áratugum. Lagðar hafa verið fram nýjar skilgreiningar á dyslexíu og tengdum hugtökum. Rík áhersla hefur verið á að rannsaka innri orsakir dyslexíu eins og hljóðkerfisvanda og veikleika í taugafrumum í heila (magno- og pavro). En þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur ekki fundist einhver ein niðurstöða eða próf sem greina dyslexíu strax á fyrstu skólaárum nemenda.