Útikennsla við Akurskóla í Innri - Njarðvík

Verkefnið er lokað Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.ED. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2010. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla við Akurskóla í Innri – Njarðvík í Reykjanesbæ og var leitast við að svara þeirri rannsóknarspurningu hvort útikennsla sé ákjó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Kjartansdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5837
Description
Summary:Verkefnið er lokað Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.ED. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2010. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla við Akurskóla í Innri – Njarðvík í Reykjanesbæ og var leitast við að svara þeirri rannsóknarspurningu hvort útikennsla sé ákjósanlegur kostur fyrir skólastarf í Akurskóla. Við verkefnavinnuna kom í ljós að nærumhverfi Akurskóla hefur fjölmarga möguleika þegar að útikennslu kemur. Settar eru fram hugmyndir að verkefnum sem vinna má að í tengslum við slíka kennslu. Verkefnin eru einungis nokkur dæmi um alla þá fjölbreyttu möguleika sem útikennsla á svæðinu hefur upp á að bjóða auk þess sem öllum verkefnunum má breyta og laga að aðstæðum og aldri og þroska nemenda. Ritgerðin skiptist í fjóra meginhluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um útikennslu og útinám og hvaða gildi slík kennsla hefur. Í öðrum hluta er fjallað um kenningar fræðimanna um menntun barna. Fjallað er um hugsmíðahyggju og félagslega hugsmíðahyggju og fylgismenn þeirra kenninga, Piaget, Dewey og Vygotsky. Að auki er komið inn á fjölgreindarkenningu Gardners. Þriðji hluti fjallar um útikennslu við Akurskóla í Innri – Njarðvík og helstu útikennslusvæði sem urðu fyrir valinu kynnt auk þess sem fjallað er lítillega um Akurskóla. Í fjórða og síðasta hluta ritgerðarinnar er að finna tillögur að verkefnum til þess að vinna á útikennslusvæðunum sem tilgreind voru í þriðja hluta. Verkefnin eru hugsuð fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans, eru fjölbreytt og tengjast mörgum námsgreinum.