„Ætlar þú að vera pedagog eða smali? : Bryndís Zoëga - 50 ára starf í anda Fröbel

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Kenningar um uppeldi ungra barna og uppeldissagan á rætur sínar að rekja aftur til daga Aristótelesar. Nútímabörn alast allflest upp við að fara einhvern tíma í leikskóla sem er samkvæmt íslenskum lögum fyrsta skólastigið í skólastarfinu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/583
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Kenningar um uppeldi ungra barna og uppeldissagan á rætur sínar að rekja aftur til daga Aristótelesar. Nútímabörn alast allflest upp við að fara einhvern tíma í leikskóla sem er samkvæmt íslenskum lögum fyrsta skólastigið í skólastarfinu. Því er vert að hyggja að því hvaðan hugmyndir um leikskóla nútímans er sprottin. Leikskólar voru fyrst nefndir barnagarðar eða Kindergartens og er heiti þeirra og hugmyndir um þá komin frá Friedrich Fröbel (1897 – 1852) sem jafnan er nefndur „faðir leikskólans“. Hann var fyrstur til að setja fram hugmynd um leikskólann sem framhald af uppeldi heimilisins. Friedrich Fröbel var frumkvöðull í menntun ungra barna og menntun kvenna. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi móðurinnar í uppeldi og umönnun barna og á kennslu kvenna í skólunum sínum. Fröbel braut blað í menntasögu hins vestræna heims. Fjallað verður um uppvaxtarár og menntun þessa mikla frumkvöðuls. Þá verður fjallað um kenningar Fröbels og útbreiðslu þeirra. Leikskólar og barnaheimili á Íslandi þekktust ekki fyrr en Reykjavík tók örum vexti í byrjun 20.aldar. Fyrsti vísir að barnaheimili var einkarekið sumardvalarheimili við Öskjuhlíðina árið 1910. Á sama tíma voru Fröbel leikskólar búnir að festa rætur sínar um alla Evrópu, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Menntun kvenna við fóstrustörf var sama sem engin þar til 1939, er ein fyrsta fóstran kemur heim úr námi til Íslands eftir útskrift úr Frøbel Højskole í Kaupmannahöfn. Var það Bryndís Zoëga og verður hér gefið ágrip af ævi hennar og af sögu leikskóla í Reykjavík fram til 1940. Bryndís við forstöðu í leikskólanum Drafnarborg árið 1950 og veitir honum forstöðu í 42 ár þar til hún hættir störfum 75 ára gömul. Það er ekki bara merkilegt að hún starfaði svo lengi, heldur að henni tókst að reka fröbelskan leikskóla alla tíð á tímum örra breytinga í uppeldismálum og efnahagi þjóðarinnar. Líklegt er að persónuleiki hennar hafi þar skipt sköpum Ævi sína helgaði hún reykvískum börnum. Lífsstarf hennar var að ...