Streita hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við Háskólann á Akureyri

Streita hjúkrunarfræðinema hefur verið skoðuð víða um heim og þó hugtakið streita sé þekkt í vísindaritum frá um 1930 þá eru ekki margar rannsóknir sem snúa að streitu hjúkrunarfræðinema á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort streita væri hjá hjúkrunarfræðinemum á fyrsta og öðru nám...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Eva Mjöll Júlíusdóttir, Helga Berglind Hreinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5818
Description
Summary:Streita hjúkrunarfræðinema hefur verið skoðuð víða um heim og þó hugtakið streita sé þekkt í vísindaritum frá um 1930 þá eru ekki margar rannsóknir sem snúa að streitu hjúkrunarfræðinema á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort streita væri hjá hjúkrunarfræðinemum á fyrsta og öðru námsári við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri (HA) og þá á hvaða stigi. Rannsóknarspurningarnar voru fjórar: 1) Hvert er streitustig hjúkrunarfræðinema samkvæmt PSS á fyrsta og öðru námsári við hjúkrunarfræðideild HA? 2) Er munur á streitustigi hjúkrunarfræðinema í staðarnámi og fjarnámi við HA? 3) Er munur á streitustigi hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við HA? 4) Hafa lýðfræðilegir og félagslegir þættir hjúkrunarfræðinema við HA áhrif á streitustig þeirra? Aðferðafræði: Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferðafræði þar sem úrtakið var 95% af þýðinu. Spurningalistinn Perceived Stress Scale (PSS) í íslenskri þýðingu höfunda var notaður til að meta streitu þar sem streitustig eru mæld á bilinu 0-40. Auk þess voru lýðfræðilegar og félagslegar spurningar lagðar fyrir þátttakendur. Niðurstöður: Streitustig þátttakenda mældust á bilinu 5-34 og var meðalstreitustig 17,2. Í samanburði við uppgefin meðalskor nemenda á PSS (15,3) mældust 56% þátttakenda yfir meðalskori og ef miðað var við almennt meðalskor á PSS (13,0) voru 65% þátttakenda yfir meðalskori. Þátttakendur með yfir 20 streitustig voru 39%. Streita staðarnema og fjarnema var álíka mikil og einnig streita á milli námsára. Marktækur munur reyndist vera á meðalstreitustigi eftir hjúskaparstöðu (p<0,05) þar sem giftir/í sambúð voru með lægra streitustig en einhleypir. Streitustig giftra/í sambúð hækkaði (p<0,05) með hverju barninu að undanteknu því að hátt streitustig var hjá þeim sem áttu ekkert barn. Hjúkrunarfræðinemar upplifa flestir mikinn skilning og stuðning frá sínum nánustu á þáttum er tengjast náminu en það virðist ekki duga til að halda streitustiginu lágu. Ályktanir okkar eru að námstengd streita sé víða mikil í hjúkrunarfræðinámi og ...