Reynsla kvenna af sársauka í fæðingu

Verkefnið er lokað Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu kvenna af sársauka í fæðingu og þá þætti sem helst hafa áhrif á þá upplifun. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, tilfellarannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Kristín Jónsdóttir, Inga Berglind Birgisdóttir, Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir, Valborg Lúðvíksdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5816
Description
Summary:Verkefnið er lokað Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu kvenna af sársauka í fæðingu og þá þætti sem helst hafa áhrif á þá upplifun. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, tilfellarannsókn var gerð og gögnum safnað með viðtali við eina konu. Viðmælandi var 28 ára kona og hafði eignast sitt þriðja barn sex vikum áður. Viðtal var tekið af leiðbeinanda verkefnisins en rannsakendur greindu gögnin samkvæmt Vancouver skóla aðferðinni í megin- og undirþemu. Þau fjögur meginþemu sem greindust voru undirbúningur, kvíði og fyrri reynsla, upplifun kvenna af sársauka í fæðingu og framtíðaráhrif. Þessi meginþemu voru síðan flokkuð niður í undirþemu sem síðar voru studd með beinum tilvitnunum úr viðtalinu. Til að setja fram á myndrænan hátt þá áhersluþætti sem fram komu í frásögn konunnar settu rannsakendur fram greiningarlíkan. Einnig var gerð ítarleg heimildarleit til að hægt væri að bera saman niðurstöður rannsóknarinnar við niðurstöður annarra rannsókna um reynslu kvenna af sársauka í fæðingu Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að reynsla kvenna af sársauka í fæðingu er afar einstaklingsbundin og erfitt getur reynst að bera þá upplifun saman við aðrar konur. Þær lýsa reynslu sinni af sársauka í fæðingu með misjöfnum hætti og komu fram bæði jákvæðar og neikvæðar lýsingar í niðurstöðum. Einnig kom fram hversu mikilvægur undirbúningur er en hann getur haft mikil áhrif á það hvernig konur upplifi sársauka í fæðingu. Samskipti eru talin vera einn helsti áhrifaþáttur af upplifun kvenna af sársauka í fæðingu, því betri stuðning sem kona fær því meiri líkur á ánægjulegri upplifun. Kvíði, viðhorf og væntinar varðandi sársauka geta haft áhrif á upplifunina og í sumum tilfellum geta þeir þættir haft áhrif á líðan kvenna til framtíðar. Rannsakendur telja niðurstöður vera í samræmi við aðrar rannsóknarniðurstöður að því leyti að ekki komu fram ný sjónarhorn af reynslu kvenna af sársauka í fæðingu. Lykilhugtök: ...