Tölum saman : samstarf leikskóla og grunnskóla

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er fjallað um samstarf milli leikskóla og grunnskóla og mikilvægi þess að hafa samstarf á milli þessara stofnana. Skoðuð er stuttlega þróun leikskólagöngu á Íslandi og hvaða álit almenningur hafði gagnvart dagheimilum o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svanborg Bergmannsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/580
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er fjallað um samstarf milli leikskóla og grunnskóla og mikilvægi þess að hafa samstarf á milli þessara stofnana. Skoðuð er stuttlega þróun leikskólagöngu á Íslandi og hvaða álit almenningur hafði gagnvart dagheimilum og leikskólum áður fyrr. Sagt er frá stofnun fyrsta forskólans 1970, hvernig staðið var að skipulagningu hans og hverjir stóðu að honum. Fjallað er um þann mun sem er á kennsluaðferðum í leikskólum og grunnskólum, hvað aðalnámskrár beggja skólastiga segja um samstarf og hvaða leiðir kennarar og leiðbeinendur geta farið til að efla það. Komið er inn á foreldrasamstarf og hvaða máli samstarf foreldra við bæði leikskóla og grunnskóla skiptir til að auðvelda börnum að flytjast á milli skólastiga. Í þessari rannsókn er skoðað hvort samstarf sé á milli leikskóla og grunnskóla, og ef svo er á hvaða hátt það er uppbyggt. Sjónum er einkum beint að samstarfi milli þeirra tveggja grunnskóla sem eru á Akranesi við þrjá leikskóla bæjarins, en einnig er fjallað stuttlega um samstarf á þremur öðrum stöðum á landinu. Þá er skoðað hversu aðgengilegar upplýsingar eru á vefslóðum ýmissa leikskóla. Helstu niðurstöður sýndu að samstarf er almennt gott. Hjá bæði leikskólum og grunnskólum virðist vera lögð áhersla á að tryggja að samfella skapist í námi barna, séð til þess að elstu börn leikskólanna fái að kynnast grunnskólunum þannig að þau finni til öryggis þegar þau hefja þar nám og einnig er þess gætt að grunnskólanemendur þurfi ekki að slíta öll tengsl við leikskólann þótt þau hafi flutt á milli skólastiga.