Forsjá barna á Íslandi : skiptir sameiginleg forsjá máli?

Verkefnið er lokað Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs við Háskólann á Akureyri. Ritgerðinni er ætlað að gefa lesenda þess sýn á þróun forsjármála á Íslandi. Gert verður grein fyrir inntaki og réttaráhrifum forsjár og möguleg forsjárskipan verður kynnt. Höfundur mun sérstaklega skoða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Ármann Helgadóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:unknown
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5793
Description
Summary:Verkefnið er lokað Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs við Háskólann á Akureyri. Ritgerðinni er ætlað að gefa lesenda þess sýn á þróun forsjármála á Íslandi. Gert verður grein fyrir inntaki og réttaráhrifum forsjár og möguleg forsjárskipan verður kynnt. Höfundur mun sérstaklega skoða stöðu sameiginlegrar forsjá samkvæmt barnarétti og reynslu foreldra af því forsjárfyrirkomulagi. Verður einnig vikið að stöðu sameiginlegrar forsjár samanborið við Norðurlöndin. Reifuð verða þau sjónarmið sem dómarar líta til við úrlausn forsjárdeilna, en dómurum á Íslandi er ekki heimilt að dæma sameiginlega forsjá. Sameiginleg forsjá barna var gerð að meginreglu á Íslandi með lögum nr. 69/2006, við skilnað eða sambúðarslit foreldra en foreldrum hefur verið heimilt að semja um sameiginlega forsjá frá og með lögum nr. 20/1992. Samkvæmt sameiginlegri forsjá er gert ráð fyrir að foreldrar taki allar meiriháttar ákvarðanir varðandi börn sín í sameiningu. Markmið höfundar er að kanna hvort sameiginleg forsjá færi foreldrum í reynd þau réttindi og skyldur varðandi barnið sem inntak forsjár segir til um. Vikið verður að ýmsum þáttum sem benda til ósamræmis innan barnalaga og kannað hvort tímabært sé að gera breytingar. Að lokum mun höfundur setja fram tillögur til úrbóta.