Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu

Verkefnið er lokað Í maí 2007 gaf utanríkisráðuneytið út skýrsluna Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu. Í inngangsorðum skýrslunnar lýsir þáverandi utanríkisráðherra yfir að mannréttindi hafi um langt skeið verið einn af hornsteinum í íslenskri utanríkisstefnu. Í ljósi þess að skýrslan er sú fy...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Sif Kjartansdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5786
Description
Summary:Verkefnið er lokað Í maí 2007 gaf utanríkisráðuneytið út skýrsluna Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu. Í inngangsorðum skýrslunnar lýsir þáverandi utanríkisráðherra yfir að mannréttindi hafi um langt skeið verið einn af hornsteinum í íslenskri utanríkisstefnu. Í ljósi þess að skýrslan er sú fyrsta sinnar gerðar frá því að Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum verður leitast við að svara þeirri spurningu hver aðdragandi skýrslunnar hafi verið og hvað réttlæti ofangreinda fullyrðingu ráðherra. Í þeim tilgangi verður farið yfir sögu og framkvæmd Íslands á sviði mannréttinda, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Í lok verkefnisins verður fjallað um stöðu mannréttinda í utanríkisstefnu Íslands eins og hún horfir við í dag. Þá verður einnig lagt mat á hvort umrædd skýrsla geti flokkast sem heildstæð mannréttindastefna. Niðurstöður verkefnisins eru þær að aðgerðaleysi stjórnvalda gefur enga vísbendingu um að mannréttindi hafi verið ofarlega í hugmyndafræði stjórnvalda fyrstu fimmtíu ár lýðveldisins. Lítið var rætt um breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og önnur mál en mannréttindi nutu forgangs í utanríkismálum Íslands. Því er ekki hægt að segja að mannréttindi hafi verið hornsteinn utanríkisstefnu Íslands. Á síðustu árum hafa viðbrögð og áhugi stjórnvalda breyst umtalsvert. Fjárveitingar til utanríkisráðuneytisins hafa aukist og meiri áhersla hefur verið lögð á þróunarsamvinnu, jafnréttismál og friðsamlega lausn deilumála. Aðdragandi útgáfu skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindi má rekja til framboðs Íslands til öryggisráðs og breyttra hagsmuna. Við mat á hvort umrædd skýrsla marki Íslandi heildstæða stefnu í mannréttindamálum eru niðurstaðan sú að svo sé ekki. Skýrsluna skorti framkvæmdaáætlun og því er ekki að ræða um heildstæða mannréttindastefnu. In April 2007, the Icelandic Ministry of Foreign Affairs published for the first time a policy paper that outlines the human rights policy of Iceland. Within this publication, the then-Foreign Minister Ms. Valgerður Sverrisdóttir, ...