Iðrabakteríur úr íslenskum hreindýrum : greining á vaxtarskilyrðum og skimun eftir örveruhemjandi virkni

Iðrabakteríur íslenskra hreindýra hafa ekkert verið rannsakaðar áður og iðrabakteríur hreindýra almennt lítið rannsakaðar. Ein aðalfæða hreindýranna eru fléttur, en örveruhemjandi virkni þeirra og sambýlisbaktería þeirra hafa verið mikið rannsökuð á umliðnum árum og er því afar áhugavert að gera slí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Lísa Heimisdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5773
Description
Summary:Iðrabakteríur íslenskra hreindýra hafa ekkert verið rannsakaðar áður og iðrabakteríur hreindýra almennt lítið rannsakaðar. Ein aðalfæða hreindýranna eru fléttur, en örveruhemjandi virkni þeirra og sambýlisbaktería þeirra hafa verið mikið rannsökuð á umliðnum árum og er því afar áhugavert að gera slíkt hið sama við iðrabakteríur hreindýra. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna hvort örveruhemjandi virkni fyndist hjá iðrabakteríum íslenskra hreindýra og í því markmiði voru notaðar mismunandi aðferðir. Rannsökuð voru áhrif fjölda stofna á vöxt sex þekktra sýkla auk þess sem niðurbrotshæfileikar stofnanna voru rannsakaðir. Með hliðsjón af niðurstöðum voru valdir níu stofnar sem flokkaðir voru lauslega með Gram-litun og raðgreiningu efðaefnis auk þess sem rannsökuð voru áhrif mimunandi umhverfisaðstæðna á vöxt þeirra. Þær niðurstöður sýndu að einn stofnanna (KS-0110) er af ættkvíslinni Bacillus en ekki var hægt að raðgreina hina stofnana. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að af þeim aðferðum sem notaðar voru við rannsóknina hentu skimunar og pappaskífuaðferðirnar best til rannsókna á áhrifum bakteríustofna á vöxt annarra baktería. Niðurstöður gáfu jafnframt vísbendingar um að stofnarnir vaxi best við 0-1% seltu og við sýrustig 6 pH. Einnig gáfu niðurstöður þær upplýsingar að stofnarnir geti brotið niður efnin þríglýseríð, kasein, sterkju, β-glúkan og lignin.