Er munur á viðhorfi nemenda í viðskiptafræðinámi, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, til kven- og karlstjórnenda?

Í þessari skýrslu er fjallað um kynbundna stjórnun og upplifun nemenda í viðskiptafræðinámi, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, á þeirri stjórnun. Einnig verður greint frá þeim hindrunum sem konur telji sig mæta við að komast til valda í fyrirtækjum. Jafnframt verða rannsóknir sem hafa ver...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Guðmundsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Kyn
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5763
Description
Summary:Í þessari skýrslu er fjallað um kynbundna stjórnun og upplifun nemenda í viðskiptafræðinámi, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, á þeirri stjórnun. Einnig verður greint frá þeim hindrunum sem konur telji sig mæta við að komast til valda í fyrirtækjum. Jafnframt verða rannsóknir sem hafa verið gerðar á tengdu efni bæði hérlendis og erlendis skoðaðar með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar. Í upphafi var sett fram rannsóknarspurningin: Er munur á viðhorfi nemenda í viðskiptafræðinámi, við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, til kven- og karlstjórnenda? Til að leita svara við rannsóknarspuningunni var settur upp spurningalisti á vefsíðunni www.createsurvey.com og sendur með tölvupósti á skráða nemendur í viðskiptafræðinámi við þessa tvo háskóla sem nefndir eru hér að ofan. Niðurstöður þeirrar vinnu leiddi í ljós að einhver munur er á viðhorfi nemenda milli skóla en þó voru flestir sammála um að framkoma stjórnenda, hvort sem um var að ræða kven- eða karlstjórnendur, skipti þau hvað mestu máli. Áhugavert var að sjá fleiri konur kannast við hugtakið „Glerþakið“ en karlar og styrkir það stoðir undir því að þessi hindrun sé að einhverju leyti til staðar. Einnig telja fleiri konur að kyn skipti máli þegar einstaklingur sækir um stjórnunarstöðu og 90,4% þeirra sem svöruðu höfðu reynslu af stjórnendum af báðum kynjum.