Virðing skal borin fyrir öldruðum jafnt í lögum sem lífi : um siðferðileg réttindi aldraðra sem tengjast híbýli og heimili, frá sjónarhóli aldraðra og aðstandenda aldraðra

Verkefnið er lokað til júlí 2011 Bakgrunnur rannsóknar. Allt bendir til þess að öldruðum muni fjölga hér á landi á næstu áratugum og því er mikilvægt að rannsaka siðferðileg réttindi þeirra sem tengjast híbýli og heimili og mikilvægt er að gera það meðal annars frá sjónarhóli aldraðra sjálfra og aðs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valgerður Jónsdóttir 1945-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5636
Description
Summary:Verkefnið er lokað til júlí 2011 Bakgrunnur rannsóknar. Allt bendir til þess að öldruðum muni fjölga hér á landi á næstu áratugum og því er mikilvægt að rannsaka siðferðileg réttindi þeirra sem tengjast híbýli og heimili og mikilvægt er að gera það meðal annars frá sjónarhóli aldraðra sjálfra og aðstandenda þeirra. Tilgangur. Aðaltilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hver siðferðileg réttindi aldraðs fólks eru, hvort sem þeir eru heimabúandi eða komnir á hjúkrunarheimili. Fyrst er vert að spyrja hvað eru siðferðileg réttindi? Höfundur álítur að það sé meðal annars sjálfræði, sjálfsákvörðunarréttur og virðing fyrir vilja fólks. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni „Hver eru siðferðileg réttindi aldraðs fólks sem tengjast híbýli og heimili frá sjónarhóli aldraðra og aðstandenda aldraðra? “ Aðferð. Í þessari rannsókn var notuð rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði en það er eigindleg rannsóknaraðferð. Gagnasöfnun fór fram í rýnihópum. Niðurstöður byggðust annars vegar á samtölum við 20 aldraða einstaklinga sem bjuggu heima. Fólkið var á aldrinum 76 – 91 árs, þrír karlar og sautján konur sem bjuggu í Reykjavík og á Akureyri. Hins vegar var rætt við aðstandendur aldraðra sem lentu í óvelkomnum flutningi með litlum fyrirvara frá einum stað í annan. Þeir voru sex talsins á aldrinum 50–69 ára. Til að vernda þátttakendur verða staðir ekki nafngreindir. Niðurstöður. Í þessari rannsókn mátu aldraðir siðferðileg réttindi sín, á heimili sínu, í aðdraganda flutnings á hjúkrunarheimili og á hjúkrunarheimili. Helstu niðurstöður voru þær að aldraðir vilja hafa rétt til að búa sem lengst á eigin heimili með aðstoð sem þeir þarfnast þegar þeir þarfnast hennar. Að þeir hafi rétt til að komast á hjúkrunarheimili þegar þörf krefur og þurfi ekki að glíma við óöryggi, kvíða og álag vegna langrar biðar. Þegar til vistunar kemur á hjúkrunarheimili vildu þeir eiga rétt á að búa í einbýli með sína hluti hjá sér svo þeir geti skapað sér nýtt heimili. Þeir vildu hafa rétt til að hjúkrunarheimilið sé heimilislegt ...