Fornleifar við Kolkuós. Miðlun fornleifa á vefnum www.holar.is/holarannsoknin/kolkuos

Greinargerð með lokaverkefninu Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið nokkur vakning hvað varðar möguleika menningartengdrar ferðaþjónustu. Í kjölfarið hefur starfsemi á því sviði eflst enda er eftir töluverðum tekjum að sækjast. Hér á landi er hlutfallslegur fjöldi safna langt umfram það sem þekkis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Kristín Dal 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5582
Description
Summary:Greinargerð með lokaverkefninu Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið nokkur vakning hvað varðar möguleika menningartengdrar ferðaþjónustu. Í kjölfarið hefur starfsemi á því sviði eflst enda er eftir töluverðum tekjum að sækjast. Hér á landi er hlutfallslegur fjöldi safna langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum. Fremur lítil áhersla var þó lengi vel lögð á að kynna fornleifar fyrir ferðamönnum. Aukin gróska í fornleifarannsóknum, m.a. að tilstuðlan Kristnihátíðarsjóðs, hefur þó aukið útgáfu og aðra kynningu á fornminjum ætlaða almenningi. Veraldarvefurinn hefur lítið verið nýttur til kynningastarfs tengdu fornminjum. Vefur hefur þó þann kost að hafa stóran notendahóp og vera ódýr í rekstri. Á veraldarvefnum er samkeppnin um athygli vefgesta hins vegar mikil og því mikilvægt að vanda vel til verka þegar verið er að smíða vef. Vefurinn þarf fyrst og fremst að vera notendavænn og leiðarkerfi hans auðskiljanlegt. Gott er að styðjast við ákveðnar viðmiðunarreglur sem náð hafa að festa sig í sessi, t.d. um uppsetningu vefsins. Þá geta vefgestir gengið að ákveðnum föstum í stað þess að læra á vefinn frá grunni. Vefurinn Fornleifar við Kolkuós miðar að því að kynna fornminjar við Kolkuós í Skagafirði fyrir almenningi og auka áhuga hans á fornleifum. Markhópur vefsins er aðallega innlendir ferðamann sem og áhugamenn um sögu Skagafjarðar og fornleifar. Á bak við hann liggur skipulagsvinna- og hönnunarvinna sem miða að því að gera vefinn eins aðgengilegan og mögulegt er, ásamt því að gera hann áhugaverðan og notendavænan.