Þjóðgarðar í sjó?

Víða um heim eru verndarsvæði í sjó (MPAs; Marine Protective Areas) notuð til að stjórna fiskveiðum, auk þess sem þau eru mikilvægt tæki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og til að vernda náttúru- og menningarminjar. Í þessum rannsóknum var skoðuð gagnsemi þess að stofna verndarsvæði í s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Kristinsdóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5500
Description
Summary:Víða um heim eru verndarsvæði í sjó (MPAs; Marine Protective Areas) notuð til að stjórna fiskveiðum, auk þess sem þau eru mikilvægt tæki til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og til að vernda náttúru- og menningarminjar. Í þessum rannsóknum var skoðuð gagnsemi þess að stofna verndarsvæði í sjó við Ísland og lagt mat á reynslu annara þjóða af slíku, m.a. reynslu Ástrala af Þjóðgarðinum Kóralrifið mikla. Ennfremur var lagt mat á hvernig slík verndarsvæði gætu hjálpað til að uppfylla betur þá alþjóðasamninga (s.s. OSPAR, RAMSAR og Samningurinn um líffræðilegan fjölbreytileika) sem Íslendingar eru aðilar að, auk þess sem metið var hvort fiskistofnar og lífríki við strendur Íslands gætu notið góðs af slíkum verndarsvæðum. Hér á landi hefur fyrst og fremst verið stuðst við kvótakerfi til að stýra nýtingu fiskistofna, en auk þess hefur skyndilokunum verið beitt á ákveðnum svæðum til að vernda smáfisk. Eins og víða annars staðar í heiminum hafa nytjastofnar við Ísland engu að síður minnkað þrátt fyrir aðgerðir til að koma í veg fyrir það. Verndarsvæði í sjó hafa ekki verið stofnuð með tilliti til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni en hér er lagt til að byrjað verði á að skoða svæðið sunnan Reykjanesskaga að Vestmannaeyjum og jafnvel austur fyrir Vestmannaeyjar, með það í huga að stofna einhvers konar verndarsvæði í sjó. Fjárlaganefndalþingis, Umhverfisráðuneyti