Greiðsluvilji vegna sjónrænna áhrifa háspennulína

Umræða um sjónræn áhrif háspennulína hefur verið áberandi á Íslandi undanfarin misseri. Jafnframt hefur mátt greina aukinn þrýsting á að leggja jarðstrengi. Margs er að gæta ef breyta á um áherslur í þessum efnum. Tæknilegir eiginleikar þessara tveggja flutningsmáta eru ólíkir og kostnaður við lagni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Sigurveig Ragnarsdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5467
Description
Summary:Umræða um sjónræn áhrif háspennulína hefur verið áberandi á Íslandi undanfarin misseri. Jafnframt hefur mátt greina aukinn þrýsting á að leggja jarðstrengi. Margs er að gæta ef breyta á um áherslur í þessum efnum. Tæknilegir eiginleikar þessara tveggja flutningsmáta eru ólíkir og kostnaður við lagningu jarðstrengs er hærri. Reikna má út kostnaðinn sem fylgir því að leggja jarðstreng. Hins vegar er erfiðara að meta kostnað sem fellur á samfélagið, meðal annars vegna sjónrænna áhrifa. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta jaðarkostnað samfélagsins vegna sjónrænna áhrifa háspennulína og mastra. Rannsóknin var gerð með aðferðafræði skilyrts verðmætamats. Í rannsókninni var greiðsluvilji almennings gagnvart sjónrænum áhrifum Búrfellslínu 2 á ákveðnum kafla á Suðurlandi kannaður. Rannsóknarsvæðinu var skipt niður í þrjú minni svæði, svæði A sem er uppi á Hellisheiði, svæði B við Hveragerði og svæði C sem liggur við Gljúfurárholt. Teknar voru myndir af stuttum kafla og línurnar á myndunum og háspennumöstur máð í burtu með myndvinnslu. Þátttakendur voru beðnir um að svara því hvort þeir væru reiðubúnir að greiða hærra rafmagnsverð fyrir að sjá ekki lengur þessar línur og möstur. Úrtak var valið af handahófi úr þjóðskrá, 240 manns, sem skiptist jafnt milli íbúa í Reykjavík, á Selfossi og í Hveragerði. Viðtöl fóru fram frá apríl til júlí 2009. Þátttökuhlutfall var 52,5%. Meðalgreiðsluvilji úrtaksins fyrir rannsóknarsvæðið allt er 8.100 kr. á ári. Hvergerðingar eru tilbúnir til að greiða mest, 11.500 kr. á ári. Greiðsluvilji fyrir svæði B, við Hveragerði er hæst, en lægst fyrir Hellisheiðina. Þátttaka í könnuninni þykir nokkuð góð. Hlutfall mótmælasvara er lágt. Línuleg aðhvarfsgreining bendir ekki til þess að marktækt samband sé milli tekna og greiðsluvilja miðað við 95% marktækni. Hins vegar er marktækt samband milli atvinnuþátttöku og greiðsluvilja sem styrkir niðurstöður rannsóknarinnar. Búseta hefur einnig marktæk áhrif á greiðsluvilja. Niðurstöðurnar benda til að sjónræn áhrif háspennulína skipti almenning nokkru ...