Kornastærðargreining vatnasets frá síðustu 2000 árum úr Breiðavatni í Borgarfirði

Umhverfisbreytingar á Íslandi hafa mikið verið í umræðunni og megin markmið margra rannsókna að komast að því hvort veldur, mannvistaráhrif eða loftslagsbreytingar, en oft er erfitt að greina þar á milli. Á Íslandi er mögulegt að skilja á milli náttúrulegra breytinga og breytinga af völdum mannsins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga María Heiðarsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5289
Description
Summary:Umhverfisbreytingar á Íslandi hafa mikið verið í umræðunni og megin markmið margra rannsókna að komast að því hvort veldur, mannvistaráhrif eða loftslagsbreytingar, en oft er erfitt að greina þar á milli. Á Íslandi er mögulegt að skilja á milli náttúrulegra breytinga og breytinga af völdum mannsins að nokkru leyti, þar sem vitað er með nokkurri nákvæmni hvenær landið var numið. Í þessari ritgerð er rýnt í ástæður umhverfisbreytinga við Breiðavatn í Borgarfirði. Til þess eru notaðar breytingar á kornastærð í setkjarna teknum úr vatninu. Athugað er hvort samband sé á milli setmyndunar og umhverfisbreytinga síðustu 2000 árin. Hluti rannsóknarinnar sneri að því að þróa aðferð til að flýta undirbúningsferli sýna fyrir kornastærðargreiningu. Hefðbundin aðferð sem felst í því að sjóða set í vetnisperoxíði (H2O2) var endurbætt með því að reyna aðferðina á jarðvegssýnum frá Krýsuvíkurheiði. Var það gert svo auðveldara væri að nýta hana við rannsóknir á jarðvegi og seti með miklu magni lífræns efnis. Breytingar á aðferðinni fólust í notkun hátíðnibylgna og ammoníum (basa) til að losa um setkornin og flýta fyrir sundrun vetnisperoxíðsins. Með þessari aðferð má stytta undirbúningstíma sýna fyrir kornastærðargreiningu töluvert. Niðurstöður kornastærðargreiningarinnar sýndu að grófar kornastærðir voru áberandi í kringum landnám og aftur við ~ 1300 e.Kr. sem má taka sem vísbendingu um aukið jarðvegsrof innan vatnasviðsins. Því ber vel saman við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt hraða hnignun skóglendis og aukið jarðvegsrof og áfok á svipuðum tíma.