Aldrei fór ég suður. Hverju skilar hátíðin samfélaginu?

Árið 2004 var fyrsta Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðin haldin á Ísafirði og síðan þá hefur hátíðin farið ört vaxandi bæði að stærð og vinsældum. Hátíðin þykir engri annarri lík sökum sérstakrar staðsetningar og umgjarðar, auk þess sem hún er ókeypis öllum. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að meta á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hera Brá Gunnarsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5190
Description
Summary:Árið 2004 var fyrsta Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðin haldin á Ísafirði og síðan þá hefur hátíðin farið ört vaxandi bæði að stærð og vinsældum. Hátíðin þykir engri annarri lík sökum sérstakrar staðsetningar og umgjarðar, auk þess sem hún er ókeypis öllum. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að meta áhrif Aldrei fór ég suður hátíðarinnar á samfélagið á Ísafirði. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og byggja niðurstöðurnar á viðtölum við hátíðarskipuleggjendur, blaðamenn, tónlistarmenn, heimamenn, erlenda gesti og verslunarmenn á Ísafirði. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hátíðin hefur jákvæð áhrif á samfélagið, jafnt félagslega sem og efnahagslega en viðmælendur lögðu mun meiri áherslu á hin samfélagslegu áhrif. Heimamenn hafa til einhvers að hlakka yfir vetrartímann og hátíðin veitir fólki samkennd þar sem fólk kemur saman og hefur gaman. Ímynd Ísafjarðarbæjar hefur breyst og bærinn hagnast á hátíðinni auk þess sem hann hefur endurnýjað stimpil sinn sem tónlistarbær. Ekki hefur verið farið í neinar markaðsherferðir enda er tilgangur skipuleggjenda með hátíðinni aðeins að hafa gaman af. Einnig sýna niðurstöður að Ísafjarðarbær hefur ekkert gert til að meta efnahagslegan ávinning sem bærinn hlýtur vegna hátíðarinnar og mættu þeir styðja betur við hátíðina.