Nýja konan giftir sig. Reykjavíkurstúlkan María Thoroddsen 1920 - 1930

Í þessari ritgerð er fjallað um kvenímyndina „nýju konuna“ sem var hvað sterkust hér á landi á millistríðsárunum. Gert verður grein fyrir fræðilegum rannsóknum um „nýju konuna“ en stærsti hluti ritgerðarinnar snýr að Maríu Thoroddsen. Persónulegar heimildir Maríu verða dregnar fram í ljósið og henna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/5062
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um kvenímyndina „nýju konuna“ sem var hvað sterkust hér á landi á millistríðsárunum. Gert verður grein fyrir fræðilegum rannsóknum um „nýju konuna“ en stærsti hluti ritgerðarinnar snýr að Maríu Thoroddsen. Persónulegar heimildir Maríu verða dregnar fram í ljósið og hennar reynsla notuð til að sýna raunverulega konu í hinu tóma húsi skilgreininga um „nýju konuna“. Á millistríðsárunum varð ágreiningur innan kvenréttindabaráttunnar hérlendis og skiptist hún í tvær stefnur, siðferðislega kvenréttindabaráttu og húsmæðrastefnu, þó að línan á milli hafi oft á tíðum verið óljós. Kvenímyndin „nýja konan“ fylgdi að mestu siðferðislegu kvenréttindabaráttunni. „Nýja konan“ vakti hræðslu og andúð margra á meðan aðrir fögnuðu frjálsari, óheftari konum. Þær klipptu hár sitt, styttu pilsin, reyktu, drukku, dönsuðu, æfðu íþróttir, keyrðu bíla, boðuðu aukið frelsi í kynferðismálum og lifðu lífinu eins og ungir karlmenn. Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur telur að „nýja konan“ hafi verið tvær mismunandi kvenímyndir, sem hafi oftar en ekki skarast. Þessar ímyndir mætti skýra kvenréttindakonuna og tískudrósina. Í þessari ritgerð verður notast við persónulegar heimildir Maríu Kristínu Skúladóttur Thoroddsen en hún skyldi eftir sig dagbækur og fjölda sendibréfa. María var fædd 1906 og var því ung kona á þriðja áratugnum, en að því tímabili verður helst beint sjónum að. Maja kom frá sterku mennta-, pólitísku- og skáldskaparheimili og hafði því traustan bakgrunn sem að fæstar íslenskar stúlkur höfðu. Maja lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og vann í Tóbaksverslun Ríkisins fram að giftingu. Árið 1930 giftist hún Haraldi Jónssyni lækni, sem hafði gengið á eftir henni í þó nokkur ár og hafði María að minnsta kosti einu sinni neitað bónorði hans. María vildi ekki binda sig strax en hún var dugleg að fara út að skemmta sér og fara á stefnumót með þeim sem hún vildi. Maja lifði eftir lífsmáta tískudrósarinnar, en var lítil kvenréttindakona. Hún fylgir því aðeins annarri ímynd „nýju konunnar“. Af ...