Hefur þjálfun og fræðsla áhrif í framleiðslufyrirtækjum?

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Markmið verkefnisins var að athuga áhrif þjálfunar og fræðslu í framleiðslufyrirtækjum. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknar¬spurningar: Leggja framleiðslufyrirtæki áherslu á þjálfun og fræðslu? Tengist þjálfun og fræðsla starfsmanna...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Björn Davíðsson, Halla Björk Garðarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/494
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Markmið verkefnisins var að athuga áhrif þjálfunar og fræðslu í framleiðslufyrirtækjum. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknar¬spurningar: Leggja framleiðslufyrirtæki áherslu á þjálfun og fræðslu? Tengist þjálfun og fræðsla starfsmannaveltu, starfsánægju og frumkvæði starfsmanna? Unnið var í samstarfi við þrjú framleiðslufyrirtæki á Akureyri sem eru Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co, Kexsmiðjan og Kjarnafæði. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við bæði djúpviðtöl og spurningalista. Djúpviðtölin voru lögð fyrir einn yfirmann úr hverju fyrirtæki og fengu höfundar með því álit yfirmanna á þjálfun og fræðslu og mat þeirra á áhrifum þjálfunar og fræðslu í þeirra fyrirtæki. Spurningalistinn samanstóð af 24 spurningum sem endurspegluðu þá rannsóknarþætti sem höfundar lögðu upp með. Úrtakið fyrir spurninga¬listann var lagskipt úrtak og fól það í sér alla starfsmenn sem vinna að framleiðslunni innan fyrirtækjanna þriggja undanskilið þeim starfs¬mönnum sem ekki eru íslenskumælandi. Úrtakið í heildina samanstóð af 93 starfsmönnum samtals. Helstu niðurstöður voru þær að ekki er lögð mikil áhersla á þjálfun og fræðslu meðal fyrirtækjanna. Aðrar niðurstöður voru þær að meirihluti starfsmanna telja að þjálfun geti haft áhrif á þætti eins og sjálfsöryggi þeirra og frumkvæði í starfi. Einnig benda niðurstöður til þess að með þjálfun megi auka starfsánægju og draga úr líkum á því að starfsmenn hugsi sér til hreyfings úr starfi. Lykilorð verkefnisins voru: Fræðsla Þjálfun Frumkvæði/nýsköpun Starfsmannavelta Starfsánægja