Markaðs- og þjónustugreining VÍS á Norðurlandi

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Markmiðið með þessu verkefni var að gera markaðs- og þjónustugreiningu fyrir VÍS á Akureyri og koma með tillögur að endurbótum á þeim þáttum sem betur mættu fara. Rannsóknaraðferðir sem notast var við í þessu verkefni eru þrjár, vettvang...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Ingi Torfi Sverrison
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/493
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Markmiðið með þessu verkefni var að gera markaðs- og þjónustugreiningu fyrir VÍS á Akureyri og koma með tillögur að endurbótum á þeim þáttum sem betur mættu fara. Rannsóknaraðferðir sem notast var við í þessu verkefni eru þrjár, vettvangsrannsókn sem tekur á þeim þáttum er snúa að þjónustu og ímynd fyrirtækisins, djúpviðtöl við starfsfólk en markmið þeirra var að kanna afstöðu þess gagnvart fyrirtækinu sjálfu sem og að fá fram þeirra skoðun á styrkleikum og veikleikum fyrirtækisins. Einnig var settur saman rýnihópur til þess að fá fram væntingar og óskir viðskiptavina fleiri tryggingafélaga. Niðurstöður rannsókna þessa verkefnis sýna að góð þjónusta og úrlausnir sé einn stærsti áhrifaþátturinn þegar kemur að því að velja tryggingafélag. Einnig kom það berlega í ljós að ekki er nógu mikið lagt upp úr því að verðlauna þá viðskiptavini sem hvað lengst hafa verið í viðskiptum, á meðan þeir sem flakka á milli félaga fá oft á tíðum betri kjör. Fólk virtist ekki vera meðvitað um kynningarefni VÍS og bentu niðurstöður rannsókna til þess að almannatengsl væru nokkuð sem betur mætti standa að. Verkefnahöfundar telja þar vera tækifæri fyrir VÍS að gera betur. Miðað við þær rannsóknir sem framkvæmdar voru verður að segjast að VÍS stendur nokkuð vel að vígi, með góða markaðshlutdeild, góða fjárhagslega stöðu, reynt starfsfólk og góða ímynd svo eitthvað sé nefnt. Þó má alltaf gera betur en til þess að svo verði er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að gera gagnrýna skoðun á eigin rekstri sem og umhverfi. Lagt er til að forsvarsmenn VÍS noti hóp viðskiptavina sem álitsgjafa til þess að þróa bætta þjónustu og auka gæði vörunnar. Verkefnahöfundar leggja meðal annars til að þeim viðskiptavinum sem lengi hafa verið í viðskiptum verði umbunað á einhvern máta. VÍS leggur þó nokkuð upp úr því að styrkja góð málefni. Fyrirtækið gæti nýtt sér þessar styrkveitingar til þess að bæta ímynd sína enn frekar og er almannatengsl góð leið til þess og oft á tíðum ódýr. Lokaverkefni af ...