Samvinna til hjálpar flóttamönnum. Sveitarfélögin og Rauði krossinn

Í þessari ritgerð eru skoðuð viðhorf starfsmanna og sjálfboðaliða sem sinna móttökuþjónustunni sem kvótaflóttamönnum er veitt í eitt ár frá komu til Íslands. Athugað er hvort viðmælendur telji hana efla sjálfstæði og sjálfsbjargargetu þeirra en einnig er skoðað það sem betur mætti fara að þeirra mat...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Freyr Birgisson 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4891
Description
Summary:Í þessari ritgerð eru skoðuð viðhorf starfsmanna og sjálfboðaliða sem sinna móttökuþjónustunni sem kvótaflóttamönnum er veitt í eitt ár frá komu til Íslands. Athugað er hvort viðmælendur telji hana efla sjálfstæði og sjálfsbjargargetu þeirra en einnig er skoðað það sem betur mætti fara að þeirra mati. Tvö sveitarfélög, Akranes og Reykjavíkurborg, og Rauði krossinn voru valin til þess að taka þátt í eigindlegri rannsókn á viðhorfum til móttökuþjónustu við flóttamenn. Rannsóknin fólst í ítarlegum viðtölum við viðmælendur sem voru starfsmenn sveitarfélaga og Rauða krossins en jafnframt sjálfboðaliða Rauða krossins. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Hver eru viðhorf ykkar til aðlögunar og aðstoðarinnar sem sveitarfélagið og Rauða krossinn veita kvótaflóttamönnum og er hún til þess fallin að auka sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni? Hvaða tillögur til úrbóta vilja fagfólk og sjálfboðaliðar sjá við móttöku flóttamanna? Viðmælendur voru verkefnastjóri, félagsráðgjafar og kennsluráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og sjálfboðaliðar og verkefnisstjórar hjá Rauða krossinnum, en þessir aðilar komu að móttöku flóttamanna á tímabilinu árin 2005–2009. Niðurstöður sýndu að viðmælendur telja að þjónustan leiði til árangurs hvað varðar aðlögun flóttamanna inn í íslenskt samfélag og í raun þyrfti að lengja í sumum tilvikum þá aðstoð sem veitt er. Aftur á móti kom fram hjá viðmælendum áberandi ágreiningur um verkaskiptingu milli samstarfsaðila vegna skörunar á verkefnum. Einnig telja viðmælendur að þörf sé á á breyttum vinnubrögðum varðandi sálrænan stuðning og íslenskukennslu fyrir börn og unglinga kvótaflóttamanna.