Stærðfræðikennsla á Austurlandi : fagþekking og starfsþróun í fimm grunnskólum

Í þessu lokaverkefni til M.Ed.-prófs í Kennslu stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var skoðað hvernig stærðfræðikennslu var háttað á Austurlandi og hver fagmenntun kennara væri sem sinna þeirri kennslu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í kennsluhætti í stærðfræði í grunns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Sveinsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/1946/48321
Description
Summary:Í þessu lokaverkefni til M.Ed.-prófs í Kennslu stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var skoðað hvernig stærðfræðikennslu var háttað á Austurlandi og hver fagmenntun kennara væri sem sinna þeirri kennslu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í kennsluhætti í stærðfræði í grunnskólum á Austurlandi en til hliðsjónar var horft til þess hver fagþekking kennara var í faginu og möguleika þeirra til starfsþróunar. Í rannsókninni voru nýttar bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum hópviðtölum í fimm skólum á Austurlandi auk þess sem gögn úr Skólapúlsinum frá sömu fimm skólum voru nýtt. Niðurstöður benda til þess að meirihluti kennara sem kenna stærðfræði á Austurlandi hafi valið starfsgrein sína vegna áhuga á faginu en hafi þó annað sérsvið en stærðfræði. Langflestir kennarar í rannsókninni nýttu starfsþróun sína í því skyni að efla fagþekkingu á sviði almennrar menntunar og bentu þeir á að vöntun væri á vettvangi fyrir faggreinar. Fjarlægð og tími væru mikil fyrirstaða þar sem námskeið og fyrirlestrar væru oft haldnir í öðrum bæjarfélögum eða landshlutum. Meirihluti kennaranna lagði áherslu á skilning nemenda í stærðfræði fremur en að reyna að komast yfir sem mest efni og töldu sig nýta fjölbreyttar aðferðir í kennslu. Það er von rannsakanda að þessi rannsókn veiti innsýn í kennslu stærðfræði í skólum á Austurlandi og möguleika kennara þar til faglegrar starfsþróunar. Í framhaldi mætti leggja til grundvallar vettvang fyrir stærðfræðikennara á Austurlandi til samstarfs þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar hugmyndir um kennslu eða námskeið sem ætlað er að styrkja faglegt starf. In this final project for the M.Ed. degree in mathematics teaching at the University of Iceland's School of Education, a study was conducted exploring how mathematics is taught in the east region of Iceland and to what extent mathematics teachers in the East use professional development. The main purpose of the study was to gain insight into teaching methods in mathematics ...