Hreyfingin er hafin : sjónarhorn kvenna í grasrót íslenskrar tónlistar

Post-dreifing er listamannasamfélag stofnað af ungu fólki í Reykjavík í desember 2017. Þau þráðu nýjan vettvang til þess að deila list sem passaði ekki inn í meginstraumslist á þeim tíma. Það sem er sérstakt við þessa grasrótarsenu eru þau pólitísku gildi sem hún fylgir. Í ritgerðinni greini ég post...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Rakel Gunnarsdóttir Langdal 2002-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/48066
Description
Summary:Post-dreifing er listamannasamfélag stofnað af ungu fólki í Reykjavík í desember 2017. Þau þráðu nýjan vettvang til þess að deila list sem passaði ekki inn í meginstraumslist á þeim tíma. Það sem er sérstakt við þessa grasrótarsenu eru þau pólitísku gildi sem hún fylgir. Í ritgerðinni greini ég post-dreifingu sem vettvang og stofnun hennar. „Gerum það saman“ og „öruggari rými“ eru þeirra helstu gildi og er hægt að sjá svipaða hugmyndafræði í listamannasamfélögum og öðrum grasrótarsenum. Í ritgerðinni rannsaka ég einnig hver upplifun kvenna innan grasrótarsenu Íslands er og hvaða þættir hafa áhrif á þeirra upplifun. Ég tók viðtal við fimm konur innan samfélagsins og spurði þær hver þeirra upplifun væri á senunni. Helstu niðurstöðurnar eru þær að innan grasrótarsenunnar upplifa þær mun minni fordóma gagnvart kyni sínu vegna þess að ekki sé gert upp á milli kynja, eða ekkert sérstakt gert úr kyni öllu heldur. Þar með er skapað mun opnara rými til þess að skapa list. Uppeldi þeirra sem konur í þessum heimi hafði djúpstæð áhrif á þær og sú upplifun kom oft upp í svörum við spurningum sem höfðu þó ekki þá ætlun að skapa umræðu um slíkt. Líklegast út af hugmyndafræði og gildum post-dreifingar dregst samhuga fólk að viðburðum þeirra og þar af leiðandi skapar það öruggari rými, sérstaklega þar sem meðlimir post-dreifingar eru mjög skýr með sín gildi svo fólk veit við hverju má búast þegar þau mæta.