Þorlákstíðir í fullum skrúða

Í þessari ritgerð geri ég tilraun til að endurbyggja tíðasöng til heiðurs Þorláki helga Þórhallssyni, höfuðdýrlingi Íslendinga, eins og hann kynni að hafa hljómað í Skálholti í kringum aldamótin 1400. Handritið AM 241 a II fol. sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík geymir söngva æt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ágúst Ingi Ágústsson 1974-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/48064
Description
Summary:Í þessari ritgerð geri ég tilraun til að endurbyggja tíðasöng til heiðurs Þorláki helga Þórhallssyni, höfuðdýrlingi Íslendinga, eins og hann kynni að hafa hljómað í Skálholti í kringum aldamótin 1400. Handritið AM 241 a II fol. sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík geymir söngva ætlaða til tíðasöngs til heiðurs Þorláki sem var biskup í Skálholti á 12. öld, þ.e.a.s. Þorláksmessu á vetur (23. desember). Í ritgerðinni er ekki horft sérstaklega á textana eða laglínurnar sem finna má í handritinu enda hafa því verið gerð ítarleg skil í doktorsritgerð Róberts Abrahams Ottóssonar. Áherslan hér er á hlutverk söngvanna í sjálfri tíðagjörðinni. Ljóst er að handritið geymir aðeins það helsta sem þarf til svo hægt sé að syngja fullbúinn tíðasöng en fleira þarf til svo hægt sé að mynda heildstæða tíðagjörð. Gerð er grein fyrir því sem upp á vantar og sett fram tilgáta um það hvernig tíðagjörðin gæti litið út í fullum búningi. Tíðasöngurinn sem ætlaður er fyrir Þorláksmessu á vetur spannar heilan sólarhring, frá aftansöng daginn áður (22. desember) og svo með reglulegu millibili (á u.þ.b. þriggja klukkustunda fresti eða svo), þar til honum lýkur með aftansöng á sjálfri Þorláksmessu. Vegna umfangs verkefnisins verður það einskorðað við eina tíðagjörð, þ.e. fyrri aftansöng (22. desember) en nota má aðferðir og niðurstöður verkefnisins til þess að byggja upp tíðasönginn í heild sinni.