Andlegt ofbeldi í nánum samböndum : gísl á eigin heimili, undirgefin og hrædd

Talið er að um ein af hverjum þremur konum hafi orðið fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af völdum maka eða annars nákomins að minnsta kosti einu sinni á lífstíð sinni. Á Íslandi hafa um 40% kvenna upplifað slíkt ofbeldi. Þegar kemur að heimilisofbeldismálum er oftar en ekki aðeins litið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir 2001-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47962
Description
Summary:Talið er að um ein af hverjum þremur konum hafi orðið fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af völdum maka eða annars nákomins að minnsta kosti einu sinni á lífstíð sinni. Á Íslandi hafa um 40% kvenna upplifað slíkt ofbeldi. Þegar kemur að heimilisofbeldismálum er oftar en ekki aðeins litið til líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis hvað varðar þessi tilteknu mál og eru þau rannsökuð út frá áverkum eftir það en lítið er fjallað um þau áhrif sem andlegt ofbeldi getur haft á þolanda. Andlegi og tilfinningalegi skaðinn sem þolandi verður fyrir er oftar en ekki sársaukafyllri og ristir dýpra en líkamlegu sárin ásamt því að flóknara er að vinna úr andlega ofbeldinu. Árið 2016 gengu lagabreytingar í gildi þar sem breyting varð á 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem lið b var bætt inn, til þess að stuðla að bættri refsilöggjöf hvað varðar heimilisofbeldi og andlega ofbeldinu sem oftar en ekki er viðvarandi í þessum tilfellum. Verklagsreglur ríkislögreglustjóra voru einnig uppfærðar árið 2014 þar sem meðferð og skráning heimilisofbeldismála var til skoðunar, þessar breytingar urðu til þess að markvissari skráning var möguleg og skilaði það meðal annars því að skráning jókst. Andlegt ofbeldi í heimilisofbeldismálum og innan náinna sambanda er því þáttur sem má ekki gleymast þar sem hann hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þessi ritgerð er heimildaritgerð til Baccalaureus Artium-prófs í félagsvísindum með áherslu á afbrotafræði og í henni verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif andlegt ofbeldi hefur á þolendur í heimilisofbeldismálum og hverjar afleiðingar þess geta orðið. Einnig verður rætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis almennt og hvernig stjórnunarhætti gerendur nota til þess að öðlast vald yfir þolendum sem heldur þeim undirgefnum og hræddum. It is estimated that about one in every three women have experienced physical and/or sexual violence from a partner or another acquaintance at least once in their lifetime. In Iceland, about 40% of women have experienced such violence. When it ...