„Íslenska með hreim er líka íslenska“ : innflytjendur og aðgengi þeirra að fréttum Ríkisútvarpsins

Íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt á undanförnum árum. Hlutfall innflytjenda hér á landi hefur hækkað stöðugt síðustu tvo áratugi en árið 2024 eru þeir orðnir yfir 16% þjóðarinnar. Með breyttu samfélagi koma nýjar áskoranir og ein þeirra er að miðla upplýsingum með nýjum hætti til þeirra sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gísli Snær Guðmundsson 1995-, Jón Ragnar Magnússon 2000-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47959
Description
Summary:Íslenskt samfélag hefur breyst mjög hratt á undanförnum árum. Hlutfall innflytjenda hér á landi hefur hækkað stöðugt síðustu tvo áratugi en árið 2024 eru þeir orðnir yfir 16% þjóðarinnar. Með breyttu samfélagi koma nýjar áskoranir og ein þeirra er að miðla upplýsingum með nýjum hætti til þeirra sem tala ekki íslenskt tungumál. Frá stofnun Ríkisútvarpsins hefur eitt af þeirra helstu markmiðum verið að leggja rækt á íslenska tungu en á undanförnum árum hefur hlutverk RÚV sem hluti af almannavarnakerfi landsmanna aukist vegna stórra atburða eins og heimsfaraldurs kórónuveiru, jarðhræringar og eldgoss. Skoðað verður hvernig RÚV hefur staðið sig í þessu hlutverki, ásamt því kynnum við okkur starfsemi undirmiðla RÚV á öðrum tungumálum en íslensku. Ásamt því munum við einnig skoða upplifun innflytjenda á Íslandi sem landi og íslensku samfélagi í heild sinni. Til þess að fá svör við þessum vangaveltum var framkvæmd eigindleg rannsókn sem fjórir einstaklingar af ýmsum þjóðarbrotum tóku þátt í sem viðmælendur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er ákall frá innflytjendum við að fá vandaða umfjöllun um íslensk málefni frá íslenskum fjölmiðlum. Með aukinni umfjöllun um innflytjendur á RÚV hefur sá hópur orðið sýnilegri í íslenskum fjölmiðlum. Þó eru tækifæri til sóknar í fréttamennsku þegar kemur að fréttamiðlun til innflytjenda en rannsóknin sýnir að þær breytingar sem hafa orðið í íslenskum fjölmiðlum eru hraðar og hafa aukist mikið á síðustu árum. Icelandic society has changed rapidly in recent years. The immigrant population in Iceland has risen steadily over the last two decades and by 2024 they will have become over 16% of the population. With a changing society comes new challenges, and one of those challenges is distributing information in a new way to those who do not speak the Icelandic language. Since the establishment of RÚV (The Icelandic National Broadcasting Service), one of their main goals has been to cultivate the Icelandic language, but in recent years RÚV's role as part of the national ...